Íslenski boltinn

Umfjöllun: Mátti vart á milli sjá í Krikanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jafnræði er orðið sem lýsir leiknum.
Jafnræði er orðið sem lýsir leiknum.

Breiðabliki mistókst að endurheimta toppsæti Pepsi-deildar karla af Eyjamönnum er liðið gerði 1-1 jafntefli við FH í Hafnarfirði í kvöld.

Jökull Elísabetarson skoraði fyrir Breiðablik á 17. mínútu með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni en FH-ingar náðu að jafna eftir barning í teignum með marki Torger Motland, þremur mínútum fyrir leikslok.

FH-ingar hefðu getað stolið öllum stigunum í lokin þegar þeir áttu skot í slá og fóru einnig illa með önnur mjög góð færi. Jafntefli var þó sanngjörn niðurstaða.

„Mér fannst þetta í raun tvö jöfn lið og mátti vart á milli sjá," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leik og eru það orð að sönnu.

Bæði lið máttu ekki við því að tapa leiknum en stigið gefur Hafnarfjarðarliðinu líflínu í toppbaráttunni. Breiðablik fékk svo sannarlega færi til að gera út um leikinn áður en FH-ingar jöfnuðu. Varamaðurinn Guðmundur Pétursson fékk dauðafæri sem hann hefði átt að nýta.

Yfir þrjú þúsund manns mættu í Kaplakrikann enda veðrið upp á það besta og tvö frábær fótboltalið að etja kappi.

FH - Breiðablik 1-1

0-1 Jökull I. Elísabetarson (39.)

1-1 Torger Motland (87.)

Áhorfendur: 3.027

Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7

Skot (á mark): 16-9 (7-5)

Varin skot: Gunnleifur 4 - Kale 5

Horn: 9-4

Aukaspyrnur fengnar: 11-10

Rangstöður: 3-3

FH 4-3-3:

Gunnleifur Gunnleifsson 7

Pétur Viðarsson 5

Freyr Bjarnason 6

Tommy Nielsen 4

(80. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -)

Hjörtur Logi Valgarðsson 7

Björn Daníel Sverrisson 5

Gunnar Már Guðmundsson 6

(63. Gunnar Kristjánsson 6)

Matthías Vilhjálmsson 7

Ólafur Páll Snorrason 5

Atli Guðnason 4

(80. Torger Motland -)

Atli Viðar Björnsson 5

Breiðablik 4-3-3:

Ingvar Þór Kale7

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5

(65. Árni Kristinn Gunnarsson 6)

Elfar Freyr Helgason 8* - Maður leiksins

Kári Ársælsson 6

Kristinn Jónsson 6

Jökull Elísabetarsson 8

Finnur Orri Margeirsson 7

Guðmundur Kristjánsson 5

Haukur Baldvinsson 6

Kristinn Steindórsson 7

(74. Guðmundur Pétursson -)

Alfreð Finnbogason 6

Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa lýsingu leiksins hér: FH - Breiðablik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×