Enski boltinn

Nýr þriggja ára samningur um enska boltann

Frá vinstri: Ari Edwald forstjóri 365 miðla,  Sigurður Reynaldssson framkvæmdastjóri 10/11, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans, Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna Kerfa og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunnar.
Frá vinstri: Ari Edwald forstjóri 365 miðla, Sigurður Reynaldssson framkvæmdastjóri 10/11, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans, Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna Kerfa og Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunnar.
Viðamikill samningur um kostun á sjónvarpsútsendingum Stöð 2 Sport 2 frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta var undirritaður fyrir leik Manchester United og Chelsea sem nú stendur yfir.

Það verða fyrirtækin Síminn, Icelandair, Opin Kerfi og 10/11 sem verða kostendur að útsendingum frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni næstu þrjú leiktímabil.

Samstarf fyrirtækjanna mun gera útsendingarnar frá enska boltanum skemmtilegri, gagnvirkari og aðgengilegri með ýmsum tækninýjungum eins og Sport frelsi, í gegnum net og síma. Einnig mun félögum í vildarklúbbi Stöðvar 2 standa til boða ýmis sértilboð á þjónustu kostenda á samningstímabilinu.

Ari Edwald forstjóri 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans, Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri 10/11, Guðmundur Óskarsson forstöðumaður markaðs- og viðskiptaþróunnar hjá Icelandair og Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna Kerfa undirrituðu samninginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×