Enski boltinn

Newcastle tapaði fyrir Rangers

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Lovenkrands.
Peter Lovenkrands.

Peter Lovenkrands skoraði fyrir Newcastle gegn fyrrum félagi sínu, Glasgow Rangers. Það mark dugði þó skammt því Rangers vann þennan æfingaleik 2-1.

Kenny Miller og Steven Naismith skoruðu mörk skoska liðsins sem komst tveimur mörkum yfir áður en Lovenkrands minnkaði muninn.

Blackburn mætti einnig skoskum mótherjum í dag en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Hearts. Eggert Gunnþór Jónsson var á bekknum hjá Hearts en mark enska liðsins skoraði Mame Biram Diouf í sínum fyrsta leik. Hann er kominn á lánssamningi frá Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×