Fótbolti

Capello afsakar gengi Englendinga á HM

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello.
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins hefur beðið ensku stuðningsmennina afsökunar á spilamennsku liðsins á HM í Suður-Afríku í sumar. Enska liðið fann sig engan veginn og rétt slapp í gegnum B-riðilinn ásamt bandaríska liðinu, en liðið gerði tvö jafntefli og vann einn leik áður en það féll út úr 16-liða úrslitum með látum þar sem Þjóðverjar sigruðu þá auðveldlega 4-1. „Ég vil byrja á því að biðja alla stuðningsmenn enska landsliðsins afsökunar sem ferðuðust með okkur til Suður-Afríku," sagði Capello. „Ég veit að þeir sem ferðuðust til Suður-Afríku eyddu miklum tíma og peningum og mér þykir mjög fyrir þessu. En núna verðum við að hlakka til þess að keppa í undankeppni Evrópumótsins." „Þegar maður vinnur þá er maður bestur, en þegar maður tapar er maður ekkert. Við verðum að skilja að þetta starf verður alltaf þannig," bætti Capello við sem segist hafa íhugað stöðu sína eftir mótið. „Ég hugsaði mikið um stöðu mína, en ég er baráttumaður og hef aldrei hætt á mínum ferli. Ég vil halda áfram að bæta liðið og fara með það á Evrópumótið þar sem það verður mjög mikilvægt mót," segir Capello.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×