Fótbolti

Þjálfari LA Galaxy: Beckham gæti spilað þangað til hann verður 45 ára

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
David Beckham á nóg eftir samkvæmt þjálfara sínum.
David Beckham á nóg eftir samkvæmt þjálfara sínum.
Bruce Arena, þjálfari LA Galaxy, hefur fulla trú á því að David Beckham leikmaður liðsins geti spilað næstu tíu árin meðal þeirra bestu. Beckham sem er orðinn 35 ára gamall sleit hásin og missti af HM í sumar en þjálfarinn segir hann eiga nóg eftir. „Hann gæti spilað þangað til að hann verður 45 ára," sagði Bruce Arena. „Allar efasemdir um feril Beckham eru óþarfi. Við höfum alltaf sagt að hann muni ljúka ferlinum hér og vitum að hann snýr aftur klár eftir meiðslin. Bati hans er á góðri leið svo að hann gæti jafnvel snúið aftur á þessu ári," segir Arena.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×