Enski boltinn

Þrír nýliðar í landsliðshópi Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jack Wilshere í leik með Arsenal gegn Manchester City í deildabikarnum.
Jack Wilshere í leik með Arsenal gegn Manchester City í deildabikarnum.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, kynnti í dag 23 manna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Ungverjalandi á miðvikudag á Wembley. Alls þrettán breytingar eru á hópnum frá heimsmeistaramótinu.

Þrír nýliðar eru í hópnum; Kieran Gibbs (20 ára), Jack Wilshere (18) og Bobby Zamora. Gibbs og Wilshere eru báðir leikmenn Arsenal en Zamora er sóknarmaður Fulham.

Theo Walcott, Darren Bent og Adam Johnson eru allir mættir aftur eftir að hafa þruft að finna fyrir niðurskurðahnífnum fyrir HM. Markverðirnir Paul Robinson og Ben Foster fá pláss í hópnum.

Markverðir: Ben Foster (Birmingham), Joe Hart (Manchester City), Paul Robinson (Blackburn)

Varnarmenn: Wes Brown (Manchester United), Gary Cahill (Bolton), Ashley Cole (Chelsea), Michael Dawson (Tottenham Hotspur), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Glen Johnson (Liverpool), John Terry (Chelsea)

Miðjumenn: Gareth Barry (Manchester City), Steven Gerrard (Liverpool), Adam Johnson (Manchester City), Frank Lampard (Chelsea), James Milner (Aston Villa), Ashley Young (Aston Villa), Theo Walcott (Arsenal), Jack Wilshere (Arsenal)

Framherjar: Darren Bent (Sunderland), Carlton Cole (West Ham United), Wayne Rooney (Manchester United), Bobby Zamora (Fulham)










Fleiri fréttir

Sjá meira


×