Enski boltinn

James Milner nálgast Man City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Milner á ellefu A-landsleiki að baki fyrir England.
Milner á ellefu A-landsleiki að baki fyrir England.

Búist er við því að Manchester City gangi frá kaupunum á James Milner frá Aston Villa á allra næstu dögum. Milner hefur verið orðaður við City í allt sumar.

Hann var ekki í leikmannahópi Villa í æfingaleik gegn Valencia á föstudaginn. Milner mun kosta City um 25 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×