Umfjöllun: Dramatík í Laugardalnum Ari Erlingsson skrifar 8. ágúst 2010 18:30 Fylkir knúði fram 1-2 sigur á lánlausum Frömurum nú í kvöld. Sigurmarkið kom á lokaandartökum leiksins. Fylkir skoraði í upphafi og undir lok leiks en þess á milli réðu Framarar ferðinni. Það er ekki spurt að því í knattspyrnu og Fylkir refsaði Frömurum í blálokinn. Magnús Þórisson dómari var rétt búinn að blása í flautu sína til marks um upphaf leiksins þegar Pape Faye hafði skorað snyrtilegt mark. Ingimundur Níels Óskarsson átti það nákvæma sendingu inn fyrir vörn Framara á Ásgeir Örn Arnþórsson sem komst upp að endamörkum hægra megin. Ásgeir sendi hnitmiðaða sendingu inn í teig þar sem Pape Faye var fyrstur að átta sig á hlutunum og sendi boltann framhjá Hannesi í markinu. Þessa vænlega byrjun Fylkismanna virtist þó ekki slá Framara neitt út af laginu því þeir réðu ferðinni lengst af fyrri hálfleiks. Ívar Björnsson var til að mynda í þrígang aðgangsharður upp við mark Fylkismanna. Staðan 0-1 í hálfleik og máttu Fylkismenn vel við una. Seinni hálfleikur var hrútleiðinlegir á að horfa og lítið markvert gerðist. Til að mynda höfðu Fylkismenn einungis átt eitt markskot á markið allan leikinn eftir 70 mínútna leik. Það færðist þó líf í leikinn síðasta korterið. Á 80. mínútu fengu Framarar vítaspyrnu. Almarr Ormarsson átti langskot sem Fjalar varði út í teiginn þar sem Tómas Leifsson var fyrstur að átta sig og náði frákastinu. Ásgeir Örn Arnþórsson renndi sér fyrir Tómas og útkoman var vítaspyrna. Jón Guðni Fjóluson steig á punktinn og skoraði af öryggi. 1-1 og nú þurfti Fylkismenn að setja sig í sóknarstellingar. Það gerðu þeir og á 88 mínútu fengu þeir aukaspyrnu út við vinstri kant. Kjartan Ágúst Breiðdal spyrnti fyrir. Hannes Halldórsson í markinu varði boltann klaufalega út í teiginn þar sem Ingimundir Níels Óskarsson var fyrstur á vettvang og þrumaði boltanum í netið. 1-2 fyrir Fylki og Framarar ekki par sáttir við þetta mark þar sem þeir vildu meina að aukaspyrnan sem skóp markið hafi verið í hæsta máta ósanngjörn. Skömmu seinna flautaði góður dómari leiksins til leiksloka. Ef til vill ekki sanngjarn sigur Fylkismanna en þeir gerðu það sem Framarar gerðu ekki. Nýttu færin.Fram-Fylkir 1-2 Áhorfendur: 664Dómari: Magnús Þórisson 8Skot (á mark): 14 (6) - 11 (4)Varin skot: 2-5Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-8Rangstöður: 3-2Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 4 Hörður Björgvin Magnússon 5 Jón Orri Ólafsson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Daði Guðmundsson 6 Josep Tillen 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 (91. Hlynur Atli Magnússon -) Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Ívar Björnsson 7 (69. Guðmundur Magnússon 5) Tómas Leifsson 6Fylkir 4-5-1: Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 6 Valur Fannar Gíslason 7 - maður leiksins Kristján Valdimarsson 6 Andri Þór Jónsson 5 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 7) Pape Mamadou Faye 7 (73. Ólafur Ingi Stígsson -) Andrés Már Jóhannesson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fram - Fylkir . Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Fylkir knúði fram 1-2 sigur á lánlausum Frömurum nú í kvöld. Sigurmarkið kom á lokaandartökum leiksins. Fylkir skoraði í upphafi og undir lok leiks en þess á milli réðu Framarar ferðinni. Það er ekki spurt að því í knattspyrnu og Fylkir refsaði Frömurum í blálokinn. Magnús Þórisson dómari var rétt búinn að blása í flautu sína til marks um upphaf leiksins þegar Pape Faye hafði skorað snyrtilegt mark. Ingimundur Níels Óskarsson átti það nákvæma sendingu inn fyrir vörn Framara á Ásgeir Örn Arnþórsson sem komst upp að endamörkum hægra megin. Ásgeir sendi hnitmiðaða sendingu inn í teig þar sem Pape Faye var fyrstur að átta sig á hlutunum og sendi boltann framhjá Hannesi í markinu. Þessa vænlega byrjun Fylkismanna virtist þó ekki slá Framara neitt út af laginu því þeir réðu ferðinni lengst af fyrri hálfleiks. Ívar Björnsson var til að mynda í þrígang aðgangsharður upp við mark Fylkismanna. Staðan 0-1 í hálfleik og máttu Fylkismenn vel við una. Seinni hálfleikur var hrútleiðinlegir á að horfa og lítið markvert gerðist. Til að mynda höfðu Fylkismenn einungis átt eitt markskot á markið allan leikinn eftir 70 mínútna leik. Það færðist þó líf í leikinn síðasta korterið. Á 80. mínútu fengu Framarar vítaspyrnu. Almarr Ormarsson átti langskot sem Fjalar varði út í teiginn þar sem Tómas Leifsson var fyrstur að átta sig og náði frákastinu. Ásgeir Örn Arnþórsson renndi sér fyrir Tómas og útkoman var vítaspyrna. Jón Guðni Fjóluson steig á punktinn og skoraði af öryggi. 1-1 og nú þurfti Fylkismenn að setja sig í sóknarstellingar. Það gerðu þeir og á 88 mínútu fengu þeir aukaspyrnu út við vinstri kant. Kjartan Ágúst Breiðdal spyrnti fyrir. Hannes Halldórsson í markinu varði boltann klaufalega út í teiginn þar sem Ingimundir Níels Óskarsson var fyrstur á vettvang og þrumaði boltanum í netið. 1-2 fyrir Fylki og Framarar ekki par sáttir við þetta mark þar sem þeir vildu meina að aukaspyrnan sem skóp markið hafi verið í hæsta máta ósanngjörn. Skömmu seinna flautaði góður dómari leiksins til leiksloka. Ef til vill ekki sanngjarn sigur Fylkismanna en þeir gerðu það sem Framarar gerðu ekki. Nýttu færin.Fram-Fylkir 1-2 Áhorfendur: 664Dómari: Magnús Þórisson 8Skot (á mark): 14 (6) - 11 (4)Varin skot: 2-5Horn: 4-7Aukaspyrnur fengnar: 13-8Rangstöður: 3-2Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson 4 Hörður Björgvin Magnússon 5 Jón Orri Ólafsson 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Daði Guðmundsson 6 Josep Tillen 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 (91. Hlynur Atli Magnússon -) Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Ívar Björnsson 7 (69. Guðmundur Magnússon 5) Tómas Leifsson 6Fylkir 4-5-1: Fjalar Þorgeirsson 6 Tómas Þorsteinsson 6 Valur Fannar Gíslason 7 - maður leiksins Kristján Valdimarsson 6 Andri Þór Jónsson 5 (46. Kjartan Ágúst Breiðdal 7) Pape Mamadou Faye 7 (73. Ólafur Ingi Stígsson -) Andrés Már Jóhannesson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 5 Albert Brynjar Ingason 5 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fram - Fylkir .
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira