Íslenski boltinn

Umfjöllun: Dramatík í Laugardalnum

Ari Erlingsson skrifar
Fylkir knúði fram 1-2 sigur á lánlausum Frömurum nú í kvöld. Sigurmarkið kom á lokaandartökum leiksins. Fylkir skoraði í upphafi og undir lok leiks en þess á milli réðu Framarar ferðinni. Það er ekki spurt að því í knattspyrnu og Fylkir refsaði Frömurum í blálokinn.

Magnús Þórisson dómari var rétt búinn að blása í flautu sína til marks um upphaf leiksins þegar Pape Faye hafði skorað snyrtilegt mark. Ingimundur Níels Óskarsson átti það nákvæma sendingu inn fyrir vörn Framara á Ásgeir Örn Arnþórsson sem komst upp að endamörkum hægra megin. Ásgeir sendi hnitmiðaða sendingu inn í teig þar sem Pape Faye var fyrstur að átta sig á hlutunum og sendi boltann framhjá Hannesi í markinu. Þessa vænlega byrjun Fylkismanna virtist þó ekki slá Framara neitt út af laginu því þeir réðu ferðinni lengst af fyrri hálfleiks. Ívar Björnsson var til að mynda í þrígang aðgangsharður upp við mark Fylkismanna. Staðan 0-1 í hálfleik og máttu Fylkismenn vel við una.

Seinni hálfleikur var hrútleiðinlegir á að horfa og lítið markvert gerðist. Til að mynda höfðu Fylkismenn einungis átt eitt markskot á markið allan leikinn eftir 70 mínútna leik. Það færðist þó líf í leikinn síðasta korterið.

Á 80. mínútu fengu Framarar vítaspyrnu. Almarr Ormarsson átti langskot sem Fjalar varði út í teiginn þar sem Tómas Leifsson var fyrstur að átta sig og náði frákastinu. Ásgeir Örn Arnþórsson renndi sér fyrir Tómas og útkoman var vítaspyrna. Jón Guðni Fjóluson steig á punktinn og skoraði af öryggi. 1-1 og nú þurfti Fylkismenn að setja sig í sóknarstellingar. Það gerðu þeir og á 88 mínútu fengu þeir aukaspyrnu út við vinstri kant. Kjartan Ágúst Breiðdal spyrnti fyrir. Hannes Halldórsson í markinu varði boltann klaufalega út í teiginn þar sem Ingimundir Níels Óskarsson var fyrstur á vettvang og þrumaði boltanum í netið.

1-2 fyrir Fylki og Framarar ekki par sáttir við þetta mark þar sem þeir vildu meina að aukaspyrnan sem skóp markið hafi verið í hæsta máta ósanngjörn. Skömmu seinna flautaði góður dómari leiksins til leiksloka. Ef til vill ekki sanngjarn sigur Fylkismanna en þeir gerðu það sem Framarar gerðu ekki. Nýttu færin.

Fram-Fylkir 1-2

Áhorfendur: 664

Dómari: Magnús Þórisson 8

Skot (á mark): 14 (6) - 11 (4)

Varin skot: 2-5

Horn: 4-7

Aukaspyrnur fengnar: 13-8

Rangstöður: 3-2

Fram 4-5-1:

Hannes Þór Halldórsson 4

Hörður Björgvin Magnússon 5

Jón Orri Ólafsson 6

Jón Guðni Fjóluson 6

Daði Guðmundsson 6

Josep Tillen 7

Jón Gunnar Eysteinsson 5

(91. Hlynur Atli Magnússon -)

Halldór Hermann Jónsson 6

Almarr Ormarsson 7

Ívar Björnsson 7

(69. Guðmundur Magnússon 5)

Tómas Leifsson 6

Fylkir 4-5-1:

Fjalar Þorgeirsson 6

Tómas Þorsteinsson 6

Valur Fannar Gíslason 7 - maður leiksins

Kristján Valdimarsson 6

Andri Þór Jónsson 5

(46. Kjartan Ágúst Breiðdal 7)

Pape Mamadou Faye 7

(73. Ólafur Ingi Stígsson -)

Andrés Már Jóhannesson 6

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7

Ingimundur Níels Óskarsson 6

Ásgeir Örn Arnþórsson 5

Albert Brynjar Ingason 5

Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Fram - Fylkir .








Fleiri fréttir

Sjá meira


×