Íslenski boltinn

Þorvaldur: Leikir tapast vegna einstaklingsmistaka

Ari Erlingsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Framara var skiljanlega súr eftir 1-2 tap gegn Fylki en hann sá þó jákvæðar hliðar á tapinu.

„Við vorum bara miklu betri og sýndum yfirburði en mörkin telja. Oft er það þannig að einstaklingsmistök tapa leikjum en við verðum að lifa með því. Þrátt fyrir tap vorum við að spila virkilega vel og það er svo sem ánægjulegt."

Aðspurður um dómara leiksins hafði Þorvaldur þetta að segja. „Við fengum loksins víti og þetta er að ég held fyrsta vítið okkar í sumar. Þeir fá gefins aukaspyrnu og skora upp úr henni. Við áttum samt auðvitað að vera búnir að skora úr okkar færum fram að þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×