Íslenski boltinn

Heil umferð í Pepsi-deild karla í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar

Öll fimmtánda umferðin í Pepsi-deild karla verður leikin í dag. Hún hefst með viðureign ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum klukkan 16 en aðrir leikir verða klukkan 19:15.

Stórleikur umferðarinnar er hiklaust viðureign FH og Breiðabliks. Blikar eru í toppsæti deildarinnar en FH-ingar í því þriðja og geta með sigri blandað sér af fullum krafti í titilbaráttuna.

KR-ingar sem hafa verið á flottu skriði heimsækja Keflavík, Stjarnan fær Selfoss í heimsókn, Valur og Grindavík mætast á Hlíðarenda og á Laugardalsvelli leiða Fram og Fylkir saman hesta sína.

Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis og þá kemur inn umfjöllun um þá á Vísi í kvöld ásamt viðtölum.

16:00 ÍBV - Haukar

19:15 FH - Breiðablik

19:15 Keflavík - KR

19:15 Stjarnan - Selfoss

19:15 Valur - Grindavík

19:15 Fram - Fylkir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×