Umfjöllun: Valsmenn heppnir að ná í stig Stefán Árni Pálsson skrifar 8. ágúst 2010 18:30 Mynd/Valli Valur og Grindavík skildu jöfn 0-0 á Hlíðarenda í 15.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Gestirnir í Grindavík hefðu hæglega getað stolið öllum stigunum undir lokin en svo varð ekki og niðurstaðan jafntefli. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Valsarar í sjöunda sæti með 18 stig, en Grindvíkingar í því tíunda með 12 stig. Valsmenn hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þeir töpuðu til að mynda 5-0 fyrir Blikum í síðustu umferð. Grindvíkingar hafa aftur á móti gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Ólafur Örn Bjarnason tók við liðinu en þeir sigruðu sterkt lið Framara á fimmtudagskvöldið. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og því var von á fínum fótbolta. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin virtust ekki vera mætt til leiks fyrsta korterið. Það var ekki fyrir en á 30. mínútu leiksins þegar fyrsta færið leit dagsins ljós, en þá átti Jón Vilhelm Ákason, leikmaður Vals, ágætt skot rétt framhjá marki Grindvíkinga. Fátt markvert gerðist næstu mínútur en síðan rétt áður en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks fengu Valsmenn fínt færi. Rúnar Már Sigurjónsson átti gott skot að marki Grindvíkinga sem Óskar Pétursson varði ágætlega í marki gestanna. Það var greinilegt á spilamennsku beggja liða í fyrri hálfleiknum að hvorugt liðið mátti við því að tapa leiknum. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri virkilega rólega og bæði lið biðu átekta eftir því að andstæðingurinn myndi gera mistök. Það var ekki fyrir en á 74. mínútu þegar að varamaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson, leikmaður Grindvíkinga, komst í gott færi en skot hans var laust og Kjartan Sturluson í marki Valsmanna átti ekki í vandræðum með að verja. Tíu mínútum síðar fékk Grétar algjört dauðafæri fyrir gestina en Greg Ross bjargaði á línu fyrir Valsmenn. Nokkrum andartökum seinna fékk Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, fínt færi en Kjartan varði virkilega vel í marki heimamanna. Valsmenn verða að teljast virkilega heppnir að hafa náð í stig en að sama skapi var það óheppni hjá Grindvíkingum að klára ekki dæmið.Valur - Grindavík 0-0 Áhorfendur: 867Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7) Skot (á mark): 9-15 (4-5)Varin skot: Kjartan 4 - Óskar 1Horn: 9-6Aukaspyrnur fengnar: 9-5Rangstöður: 1-5Valur 4-5-1: Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 Greg Ross 6 Rúnar Már Sigurjónsson 4 (75. Ian David Jeffs -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Baldur Aðalsteinsson 3 (82. Þórir Guðjónsson-) Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirsson 6 Diarmuid O´Carrol 4 (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5)Grindavík 4-4-2: Óskar Pétursson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 (77. Alexander Magnússon -) Ray Anthony Jónsson 4 (68. Grétar Ólafur Hjartarson 6 ) Scott Mckenna Ramsay 7 - maður leiksins Gilles Mbang Ondo 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Valur og Grindavík skildu jöfn 0-0 á Hlíðarenda í 15.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Gestirnir í Grindavík hefðu hæglega getað stolið öllum stigunum undir lokin en svo varð ekki og niðurstaðan jafntefli. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Valsarar í sjöunda sæti með 18 stig, en Grindvíkingar í því tíunda með 12 stig. Valsmenn hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þeir töpuðu til að mynda 5-0 fyrir Blikum í síðustu umferð. Grindvíkingar hafa aftur á móti gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Ólafur Örn Bjarnason tók við liðinu en þeir sigruðu sterkt lið Framara á fimmtudagskvöldið. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og því var von á fínum fótbolta. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin virtust ekki vera mætt til leiks fyrsta korterið. Það var ekki fyrir en á 30. mínútu leiksins þegar fyrsta færið leit dagsins ljós, en þá átti Jón Vilhelm Ákason, leikmaður Vals, ágætt skot rétt framhjá marki Grindvíkinga. Fátt markvert gerðist næstu mínútur en síðan rétt áður en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks fengu Valsmenn fínt færi. Rúnar Már Sigurjónsson átti gott skot að marki Grindvíkinga sem Óskar Pétursson varði ágætlega í marki gestanna. Það var greinilegt á spilamennsku beggja liða í fyrri hálfleiknum að hvorugt liðið mátti við því að tapa leiknum. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri virkilega rólega og bæði lið biðu átekta eftir því að andstæðingurinn myndi gera mistök. Það var ekki fyrir en á 74. mínútu þegar að varamaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson, leikmaður Grindvíkinga, komst í gott færi en skot hans var laust og Kjartan Sturluson í marki Valsmanna átti ekki í vandræðum með að verja. Tíu mínútum síðar fékk Grétar algjört dauðafæri fyrir gestina en Greg Ross bjargaði á línu fyrir Valsmenn. Nokkrum andartökum seinna fékk Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, fínt færi en Kjartan varði virkilega vel í marki heimamanna. Valsmenn verða að teljast virkilega heppnir að hafa náð í stig en að sama skapi var það óheppni hjá Grindvíkingum að klára ekki dæmið.Valur - Grindavík 0-0 Áhorfendur: 867Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7) Skot (á mark): 9-15 (4-5)Varin skot: Kjartan 4 - Óskar 1Horn: 9-6Aukaspyrnur fengnar: 9-5Rangstöður: 1-5Valur 4-5-1: Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 Greg Ross 6 Rúnar Már Sigurjónsson 4 (75. Ian David Jeffs -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Baldur Aðalsteinsson 3 (82. Þórir Guðjónsson-) Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirsson 6 Diarmuid O´Carrol 4 (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5)Grindavík 4-4-2: Óskar Pétursson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 (77. Alexander Magnússon -) Ray Anthony Jónsson 4 (68. Grétar Ólafur Hjartarson 6 ) Scott Mckenna Ramsay 7 - maður leiksins Gilles Mbang Ondo 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira