Enski boltinn

Wenger vill klára ferilinn hjá Arsenal

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Wenger talar um sterka stöðu félagsins.
Wenger talar um sterka stöðu félagsins.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tók við liðinu árið 1996 en hann á nú aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Wenger segist ekki vilja fara neitt annað og þykir líklegt að hann klári þjálfaraferil sinn í Lundúnum. „Ég er þeirri stöðu núna að ef ég endurnýja samning minn við Arsenal merkir það að ég klára ferilinn minn hér," sagði Arsene Wenger. „Þetta er ákvörðun sem að ég verð að taka en í raun hef ég engan áhuga á því að fara héðan. Ég á eitt ár eftir af samningnum og við erum að skoða það að framlengja hann," bætti Wenger við sem er ekki viss hvort að hann hætti þjálfum þegar hann verður 65 ára gamall. „Þegar ég verð 65 ára mun ég eflaust finna mér aðra vinnu nema að mér líði eins vel og í dag." Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, hefur verið mikið í umræðunni í sumar en uppeldisfélag hans Barcelona hefur reynt allt til þess að fá leikmanninn heim á nýjan leik. Wenger segir sterka fjárhagslegastöðu félagsins ástæðu þess að liðið geti haldið Fabregas og neitað háum tilboðum í hann. „Það sem fólk skilur ekki er að við getum neitað öllum stórum tilboðum í leikmenn okkar þar sem staða félagsins er mjög góð. Allt óvissuferlið sem fram fór í sumar í sambandi við Fabregas var virðingarvert af honum því hann sýndi allan tímann að hann er leikmaður Arsenal og við náðum að halda honum hér sem er frábært," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×