Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Urðum að vera rólegir og yfirvegaðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Valli
„Ég er svona hæfilega sáttur við leikinn, en ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá þrjú stig, sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, eftir jafnteflið við Val í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla.

„Ég vissi svosem að fyrri hálfleikurinn yrði mikil stöðubarátta en það sem við lögðum upp með var að reyna að halda boltanum innan liðsins og draga smá saman úr kraftinum hjá þeim. Við vissum að Valsarar kæmu brjálaðir leikinn og því urðum við að vera rólegir og yfirvegaðir,"sagði Ólafur.

„Ég er gríðarlega ánægður með hvað liðið er að sýna mikla liðsheild í undanförnum leikjum og þá sérstaklega varnarlega séð. Menn eru allir farnir að sinna ákveðnari varnarvinnu og ég er mjög svo ánægður með það," sagði Ólafur.

„Það spyr aldrei neinn að því hvort að úrslitin séu sanngjörn eða ekki og ég hugsa aldrei út í það ,en við vorum betra liðið í seinni hálfleik og með smá heppni hefðum við getað skorað mark og stolið sigrinum," sagði Ólafur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×