Íslenski boltinn

Guðmundur: Spiluðum barnalegan varnarleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Við erum hundfúlir því við töpuðum, við ætluðum okkur sigur en því miður líðum við fyrir að spila barnalegan varnarleik of oft í þessum leik. Því skorar Stjarnan þrjú mörk á okkur í þessum leik og það er erfitt að vinna leiki þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk," sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni í Garðabæ.

„Við náum markinu strax í byrjun sem virkar oft sem vítamínssprauta á lið - það virkaði hinsvegar þveröfugt á okkur. Við duttum niður og þeir ganga á lagið og gera tvö mörk, í seinni hálfleik fannst mér við spila vel á köflum en það dugði ekki til því við gefum þriðja markið."

Með þessu fjarlægist Stjarnan botnbaráttuna og úr þessu virðist að þetta verði þriggja liða kapphlaup hverjir falli niður úr Pepsi deild karla.

„Við erum búnir að leggja það upp að við séum í þriggja liða keppni við Hauka og Grindavík og markmiðið er að vinna það mót og við stefnum enn á það þrátt fyrir þetta bakslag. Við erum ekki að líta neitt ofar og höfum ekki efni á því, við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum og einum leik," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×