Umfjöllun: Stjörnumenn klaufar í markaleik í Garðabæ Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2010 18:30 Leikur Stjörnunnar og Selfoss lauk með 3-2 sigri á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. Með þessu lyfta Stjörnumenn sér upp í 6. sæti og eru því komnir með ágætis bil á fallbaráttuliðin. Leikurinn hófst aldeilis fjörlega. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum yfir á annarri mínútu þegar Viktor Unnar Illugason átti góða sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og Jón Daði setti boltann í netið þótt Bjarni Þórður í marki Stjörnunnar hafi verið í boltanum. Aðeins sjö mínútum seinna voru Stjörnumenn búnir að jafna en Ellert Hreinsson nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Selfyssinga og stakk sér inn fyrir þá þegar hár bolti kom fram, tók boltann niður og lagði hann framhjá Jóhanni Sigurðssyni í marki Selfoss. Þriðja mark leiksins kom svo á 15. mínútu en þar var að verki Atli Jóhannsson. Langt innkast kom inn á teig sem Selfyssingar skölluðu út fyrir, þar beið Atli og tók boltann viðstöðulaust í fjærhornið, afar laglega gert. Stjörnumenn voru oft nálægt því að bæta við í fyrri hálfleik og fengu Halldór Orri Björnsson, Ellert Hreinsson og Arnar Már Björgvinsson allir góð færi sem fóru forgörðum. Það var því 2-1 þegar Einar Örn Daníelsson flautaði til hálfleiks. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Stjörnumenn klúðruðu enn einu dauðafæri, þá skallaði Þorvaldur Árnason sendingu inn í teig þar sem Ellert Hreinsson var í góðu færi en setti boltann í stöngina. Stjörnumenn náðu svo að skora á 77. mínútu og var þar að verki Halldór Orri Björnsson, hann og Ellert Hreinsson áttu gott samspil sem sendi Halldór einn í gegn, lék á Jóhann og lagði boltann í autt netið. Í tilefni þess frumfluttu hann og Stjörnumenn nýtt fagn er Halldór virtist óléttur að fæða. Selfyssingar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp, Jean Stephane YaoYao átti aukaspyrnu sem Kjartan Sigurðsson skallaði í netið aðeins þremur mínútum eftir mark Halldórs Orra. Selfyssingar náðu þó ekki að bæta við marki og endaði leikurinn því 3-2. Selfyssingar sitja áfram í fallsæti en eru þó ekki langt frá Grindvíkingum.Stjarnan - Selfoss 3-2 1-0 Jón Daði Böðvarsson (2.) 1-1 Ellert Hreinsson (9.) 2-1 Atli Jóhannsson (15.) 3-1 Halldór Orri Björnsson (77.) 3-2 Kjartan Sigurðsson (80.) Áhorfendur: 1.048.Dómari: Einar Örn Daníelsson (5)Skot (á mark): 13-6 (6-2)Varin skot: Bjarni Þórður 0 - Jóhann Ólafur 3Horn: 2-1Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-7Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Björn Pálsson 6 Atli Jóhannsson 6 (45. Dennis Danry 5) Arnar Már Björgvinsson 5 (83. Ólafur Karl Finsen -) Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 Ellert Hreinsson 7 - maður leiksinsSelfoss (4-5-1): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Agnar Bragi Magnússon 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson (13. Kjartan Sigurðsson 6) Andri Freyr Björnsson 5 Guðmundur Þórarinsson 4 (77. Viðar Örn Kjartansson -) Arilíus Marteinsson 5 Jean Stephane YaoYao 6 Gunnar Rafn Borgþórsson 5 (77. Einar Ottó Antonsson -) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 4 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Leikur Stjörnunnar og Selfoss lauk með 3-2 sigri á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. Með þessu lyfta Stjörnumenn sér upp í 6. sæti og eru því komnir með ágætis bil á fallbaráttuliðin. Leikurinn hófst aldeilis fjörlega. Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum yfir á annarri mínútu þegar Viktor Unnar Illugason átti góða sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og Jón Daði setti boltann í netið þótt Bjarni Þórður í marki Stjörnunnar hafi verið í boltanum. Aðeins sjö mínútum seinna voru Stjörnumenn búnir að jafna en Ellert Hreinsson nýtti sér sofandi hátt varnarmanna Selfyssinga og stakk sér inn fyrir þá þegar hár bolti kom fram, tók boltann niður og lagði hann framhjá Jóhanni Sigurðssyni í marki Selfoss. Þriðja mark leiksins kom svo á 15. mínútu en þar var að verki Atli Jóhannsson. Langt innkast kom inn á teig sem Selfyssingar skölluðu út fyrir, þar beið Atli og tók boltann viðstöðulaust í fjærhornið, afar laglega gert. Stjörnumenn voru oft nálægt því að bæta við í fyrri hálfleik og fengu Halldór Orri Björnsson, Ellert Hreinsson og Arnar Már Björgvinsson allir góð færi sem fóru forgörðum. Það var því 2-1 þegar Einar Örn Daníelsson flautaði til hálfleiks. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Stjörnumenn klúðruðu enn einu dauðafæri, þá skallaði Þorvaldur Árnason sendingu inn í teig þar sem Ellert Hreinsson var í góðu færi en setti boltann í stöngina. Stjörnumenn náðu svo að skora á 77. mínútu og var þar að verki Halldór Orri Björnsson, hann og Ellert Hreinsson áttu gott samspil sem sendi Halldór einn í gegn, lék á Jóhann og lagði boltann í autt netið. Í tilefni þess frumfluttu hann og Stjörnumenn nýtt fagn er Halldór virtist óléttur að fæða. Selfyssingar voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp, Jean Stephane YaoYao átti aukaspyrnu sem Kjartan Sigurðsson skallaði í netið aðeins þremur mínútum eftir mark Halldórs Orra. Selfyssingar náðu þó ekki að bæta við marki og endaði leikurinn því 3-2. Selfyssingar sitja áfram í fallsæti en eru þó ekki langt frá Grindvíkingum.Stjarnan - Selfoss 3-2 1-0 Jón Daði Böðvarsson (2.) 1-1 Ellert Hreinsson (9.) 2-1 Atli Jóhannsson (15.) 3-1 Halldór Orri Björnsson (77.) 3-2 Kjartan Sigurðsson (80.) Áhorfendur: 1.048.Dómari: Einar Örn Daníelsson (5)Skot (á mark): 13-6 (6-2)Varin skot: Bjarni Þórður 0 - Jóhann Ólafur 3Horn: 2-1Aukaspyrnur fengnar: 12-12Rangstöður: 2-7Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Björn Pálsson 6 Atli Jóhannsson 6 (45. Dennis Danry 5) Arnar Már Björgvinsson 5 (83. Ólafur Karl Finsen -) Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 Ellert Hreinsson 7 - maður leiksinsSelfoss (4-5-1): Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Martin Dohlsten 5 Agnar Bragi Magnússon 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson (13. Kjartan Sigurðsson 6) Andri Freyr Björnsson 5 Guðmundur Þórarinsson 4 (77. Viðar Örn Kjartansson -) Arilíus Marteinsson 5 Jean Stephane YaoYao 6 Gunnar Rafn Borgþórsson 5 (77. Einar Ottó Antonsson -) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 4 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira