Fleiri fréttir Frakkar og Grikkir héldu sigurgöngu sinni áfram á EM Frakkar og Grikkir hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu í Póllandi en keppni í öðrum milliriðlinum hófst í gær. Grikkar unnu stórsigur á Makedóníu en Grikkir unnu átta stiga sigur á Þjóðverjum. 12.9.2009 14:45 Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari Valsmanna Gunnlaugur Jónsson mun ekki þjálfa Selfossliðið í Pepsi-deildinni næsta sumar því Gunnlaugur hefur ákveðið að gerast þjálfari Valsmanna og taka þar við starfi Atla Eðvaldssonar. 12.9.2009 14:23 Framarar hafa unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð í bikarnum Framarar mæta bikarmeisturum KR í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Framarar hafa söguna með sér í leiknum því Framliðið hefur unnið alla undanúrslitaleiki sína í bikarkeppninni síðan árið 1971. Alls hefur Framliðið unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð. 12.9.2009 14:00 Haukar unnu topplið Selfyssinga og eru komnir upp í Pepsi-deildina Haukar eru komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1979 eftir 3-2 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í dag.. HK náði aðeins markalausu jafntefli upp á Akranesi og getur ekki náð Haukum að stigum. 12.9.2009 13:57 Jafntefli dugði Fram til að komast áfram í Evrópukeppninni Fram er komið í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta eftir 30-30 jafntefli á móti FIQAS Aalsmeer í seinni leik liðanna sem fram fór í Framhúsinu í Safamýri í dag. Fram vann fyrri leikinn með sjö marka mun og mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. 12.9.2009 13:56 Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og City vann Arsenal Sigurganga Manchester City hélt áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann þá 4-2 heimasigur á Arsenal. Emmanuel Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum og skoraði meðal annars þriðja mark City. Emmanuel Adebayor hefur þar með skoraði fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. 12.9.2009 13:55 Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. 12.9.2009 13:30 Reina, markvörður Liverpool: Eigum ekki raunhæfa möguleika á titlinum Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Liverpool-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liverpool endaði í 2. sæti á síðasta tímabili sem var besta tímabil félagsins síðan 1990 eða frá því að þeir urðu síðasta Englandsmeistarar. 12.9.2009 13:00 Áfall fyrir Everton-liðið - Arteta í aðra aðgerð Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Mikel Arteta þurfi að fara í aðra aðgerð á hné. Spænski miðjumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar þegar hann meiddist á liðbandi í hné. 12.9.2009 12:30 Pétur gerði 2. flokk að Íslandsmeisturum annað árið í röð KR-ingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í fótbolta eftir 7-0 sigur á Þór en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem 2. flokkur félagsins verður Íslandsmeistari. KR hefur eftir leikinn fjórtán stiga forskot á Þór þegar 9 stig eftir í pottinum. 12.9.2009 11:30 Sutil sneggstur á lokaæfingunni Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var sneggstur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna sem verður í hádeginu í dag á Monza brautinni á Ítalíu. Hann var þó aðeins 68/1000 á undan Jenson Button á Brawn. 12.9.2009 10:06 Defoe og Redknapp bestir í ágúst Framherjinn Jermain Defoe og knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham urðu fyrir valinu sem leikmaður og stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 11.9.2009 23:15 Hellirigning setur enn strik í reikninginn á opna bandaríska Tilkynnt hefur verið að undanúrslitaleikjum í einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem fara áttu fram í kvöld hafa verið færðir til morguns vegna hellirigningar á keppnissvæðinu í New York í Bandaríkjunum. 11.9.2009 22:30 Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda. 11.9.2009 21:30 Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa. 11.9.2009 20:45 McLeish styður við bakið á Burley Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010. 11.9.2009 20:00 Wade ekki tilbúinn að framlengja hjá Miami Heat Stjörnubakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat hefur staðfest að hann sé ekki lengur í viðræðum við félagið um framlengingu á núverandi samningi sínum. 11.9.2009 19:15 Adebayor: Gott að finna fyrir ást stuðningsmannanna Framherjinn Emmanuel Adebayor er búinn að vera sjóðandi heitur í upphafi keppnistímabilsins með Manchester City og skorað þrjú mörk í þremur leikjum. 11.9.2009 18:30 Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma. 11.9.2009 17:45 Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils. 11.9.2009 17:00 Logi Gunnarsson samdi við lið í frönsku C-deildinni Logi Gunnarsson gekk í dag frá eins árs samningi við franska liðið Saint Etienne en það spilar í NM1-deildinni í Frakklandi sem er þriðja hæsta deildin í landinu. Þetta kom fram á karfan.is. 11.9.2009 16:30 Þýski handboltinn á skjánum í vetur Þýski handboltinn verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í vetur eins og undanfarin ár en alls eru nítján Íslendingar í deildinni, þar af tveir þjálfarar. 11.9.2009 16:00 Tevez vill gera allt til þess að ná United-leiknum Hnémeiðsli Carlos Tevez eru það slæm að hann gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Tevez meiddist í tapleik argentínska landsliðsins á móti Brasilíu um síðustu helgi. 11.9.2009 15:30 Máttur Indlands trónir á toppnum Máttur Indlands, eða Force India liðið var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Adrian Sutil var sneggstur um brautina og hlýtur að fara um Giancarlo Fisichella sem ekur nú Ferrari. Hann var í tuttugasta sæti á æfingunni og fyrrum liðsmaður Force India. 11.9.2009 15:11 Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. 11.9.2009 15:00 Wenger: Enska landsliðið er sigurstranglegt á HM Arsene Wenger, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segir að enska landsliðið sé sigurstranglegt á HM í Suður-Afríku næsta sumar en hann er einn af mörgum sem hafa hrifist af frábærri frammistöðu enska liðsins í undankeppninni. 11.9.2009 14:30 Eiður Smári á fyrstu æfingunni með AS Monaco - myndband Eiður Smári Guðjohnsen hefur notað þessa viku til þess að komast inn í hlutina hjá franska liðinu AS Monaco. Eiður Smári fékk vegna þess frí frá landsleiknum á móti Georgíu á miðvikudaginn en hann átti mjög góðan leik í jafnteflinu á móti Noregi um síðustu helgi. 11.9.2009 14:00 Andres Iniesta: Versta sumarið mitt á ævinni Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, er að komast aftur af stað eftir að hafa glímt við erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá fótboltavellinum í meira en hundrað daga. 11.9.2009 13:30 Valur Fannar framlengir við Fylki Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. 11.9.2009 13:17 Króatinn Klasnic: Terry sló mig beint í nýrun Enski landsliðsfyrirliðinn John Terry sakaði Króatann Ivan Klasnic um að hafa hrækt á sig í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Klasnic hefur neitað þessu en um leið sakar hann Terry um að slá sig beint í nýrun en Klasnic fór í tvöfalda nýrnaígræðslu árið 2007. 11.9.2009 13:00 Barkley: Michael Jordan er besti körfuboltamaður allra tíma Michael Jordan verður í dag tekinn inn í Frægðarhöll bandaríska körfuboltans ásamt þeim John Stockton, David Robinson og þjálfurunum Jerry Sloan og Vivian Stringer. Flestir eru á því að Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma og einn af þeim er Charles Barkley. 11.9.2009 12:30 Eiður Smári í beinni á Stöð 2 Sporti í vetur Stöð 2 Sport mun sýna frá mörgum leikjum franska liðsins AS Monaco í vetur en Eiður Smári Guðjohnsen gekk nýverið til liðs við félagið. 11.9.2009 11:43 Sunderland vill ekki lengur fá Lucas Neill - heimtar of há laun Það verður ekkert af því að Lucas Neill spili með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Steve Bruce, stjóri liðsins, sagði að viðræður hafi verið í gangi á milli félagsins og hins 31 árs gamla ástralska varnarmanns. 11.9.2009 11:30 Brasilíumenn hafa gaman af vandræðum Argentínu Brasilíumenn hafa næstum því jafngaman af vandræðum argentínska landsliðsins eins og þeir hafa af velgengi síns landsliðs. Brasilíska landsliðið hefur unnið ellefu leiki í röð og tryggt sig inn á HM á meðan Argentína er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM eftir að hafa tapað 3 leikjum í röð og fjórum leikjum af síðustu fimm. 11.9.2009 11:00 Sheringham búinn að taka fótboltaskóna niður af hillunni Teddy Sheringham er ekki dauður úr öllum æðum sem fótboltamaður þó að hann sé orðinn 43 ára gamall. Sheringham setti fótboltaskónna upp á hillu fyrir sextán mánuðum en hefur nú ákveðið að taka þá niður aftur og fara að spila með Beckenham Town. 11.9.2009 10:30 Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. 11.9.2009 10:04 Engin náði Margréti Láru - varð markahæst á EM 2009 Margrét Lára Viðarsdóttir varð markahæsti leikmaður Evrópukeppni kvenna 2009 þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora í sjálfri úrslitakeppninni. Margrét Lára skoraði tólf mörk í undankeppninni og enginn leikmannanna í úrslitakeppninni í Finnlandi náði þeim markafjölda. 11.9.2009 10:00 Fisichella sló Raikkönen við á fyrstu æfingu ÍÍtalinn Giancarlo Fisichella hóf leika vel með Ferrari á heimavelli liðsins í Monza á Ítalíu í dag. Hann var 0.1 sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen, en allra fljótastur í brautinni var Lewis Hamilton á McLaren. 11.9.2009 09:48 Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður. 11.9.2009 09:30 Valdano: Ronaldo þarf tíma til að aðlagast alveg eins og Zidane Jorge Valdano, íþróttastjóri Real Madrid, segir ekkert vera breytt hjá Cristiano Ronaldo síðan að hann kom til Real Madrid frá Manchester United fyrir 94 milljónir evra. Valdano segir að Ronaldo þurfi bara tíma til þess að koma sér inn í spænska boltann. 11.9.2009 09:00 Forráðamenn AC Milan sannfærðir um að fá Beckham Flest virðist nú benda til þess að AC Milan sé líklegasti áfangastaður stórstjörnunnar David Beckham hjá LA Galaxy þegar MSL-deildin fer í frí frá nóvember og fram í mars. 10.9.2009 23:15 Franco nálægt því að ganga í raðir West Ham Samkvæmt Telegraph er enska úrvalsdeildarfélagið West Ham við það að klófesta Guillermo Franco landsliðsmann Mexíkó en framherjinn er fáanlegur á frjálsri sölu. 10.9.2009 22:30 De Rossi: Það er stuðningsmönnum Roma að kenna að Spalletti fór Miðjumaðurinn Daniele De Rossi hjá Roma og ítalska landsliðinu tjáði sig um óvænt brotthvarf knattspyrnustjórans Luciano Spalletti frá Roma eftir 2-0 sigur Ítalíu gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2010 í gærkvöld. 10.9.2009 21:45 Vignir með tvö mörk í öruggum sigri Lemgo Íslendingaliðið Lemgo hóf keppni í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld með 38-30 sigri gegn Magdeburg en staðan var 21-16 Lemgo í vil í hálfleik. 10.9.2009 21:15 Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum. 10.9.2009 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Frakkar og Grikkir héldu sigurgöngu sinni áfram á EM Frakkar og Grikkir hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu í Póllandi en keppni í öðrum milliriðlinum hófst í gær. Grikkar unnu stórsigur á Makedóníu en Grikkir unnu átta stiga sigur á Þjóðverjum. 12.9.2009 14:45
Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari Valsmanna Gunnlaugur Jónsson mun ekki þjálfa Selfossliðið í Pepsi-deildinni næsta sumar því Gunnlaugur hefur ákveðið að gerast þjálfari Valsmanna og taka þar við starfi Atla Eðvaldssonar. 12.9.2009 14:23
Framarar hafa unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð í bikarnum Framarar mæta bikarmeisturum KR í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Framarar hafa söguna með sér í leiknum því Framliðið hefur unnið alla undanúrslitaleiki sína í bikarkeppninni síðan árið 1971. Alls hefur Framliðið unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð. 12.9.2009 14:00
Haukar unnu topplið Selfyssinga og eru komnir upp í Pepsi-deildina Haukar eru komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1979 eftir 3-2 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í dag.. HK náði aðeins markalausu jafntefli upp á Akranesi og getur ekki náð Haukum að stigum. 12.9.2009 13:57
Jafntefli dugði Fram til að komast áfram í Evrópukeppninni Fram er komið í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta eftir 30-30 jafntefli á móti FIQAS Aalsmeer í seinni leik liðanna sem fram fór í Framhúsinu í Safamýri í dag. Fram vann fyrri leikinn með sjö marka mun og mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. 12.9.2009 13:56
Emmanuel Adebayor skoraði í fjórða leiknum í röð og City vann Arsenal Sigurganga Manchester City hélt áfram í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið vann þá 4-2 heimasigur á Arsenal. Emmanuel Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum og skoraði meðal annars þriðja mark City. Emmanuel Adebayor hefur þar með skoraði fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. 12.9.2009 13:55
Adebayor segir að Bendtner sé alltof mikill egóisti Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner eru ekki miklir vinir þrátt fyrir að hafa spilað saman hjá Arsenal í nokkur ár. Þeir háðu harða baráttu um sæti í byrjunarliðinu og hún hefur greinilega skilið eftir einhver sár nú þegar Adebayor hefur fært sig um set til Manchester City . Þeir Adebayor og Bendtner verða líklega í aðalhlutverki í dag þegar City tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. 12.9.2009 13:30
Reina, markvörður Liverpool: Eigum ekki raunhæfa möguleika á titlinum Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Liverpool-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liverpool endaði í 2. sæti á síðasta tímabili sem var besta tímabil félagsins síðan 1990 eða frá því að þeir urðu síðasta Englandsmeistarar. 12.9.2009 13:00
Áfall fyrir Everton-liðið - Arteta í aðra aðgerð Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að Mikel Arteta þurfi að fara í aðra aðgerð á hné. Spænski miðjumaðurinn hefur verið frá síðan í febrúar þegar hann meiddist á liðbandi í hné. 12.9.2009 12:30
Pétur gerði 2. flokk að Íslandsmeisturum annað árið í röð KR-ingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í fótbolta eftir 7-0 sigur á Þór en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem 2. flokkur félagsins verður Íslandsmeistari. KR hefur eftir leikinn fjórtán stiga forskot á Þór þegar 9 stig eftir í pottinum. 12.9.2009 11:30
Sutil sneggstur á lokaæfingunni Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var sneggstur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna sem verður í hádeginu í dag á Monza brautinni á Ítalíu. Hann var þó aðeins 68/1000 á undan Jenson Button á Brawn. 12.9.2009 10:06
Defoe og Redknapp bestir í ágúst Framherjinn Jermain Defoe og knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham urðu fyrir valinu sem leikmaður og stjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 11.9.2009 23:15
Hellirigning setur enn strik í reikninginn á opna bandaríska Tilkynnt hefur verið að undanúrslitaleikjum í einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem fara áttu fram í kvöld hafa verið færðir til morguns vegna hellirigningar á keppnissvæðinu í New York í Bandaríkjunum. 11.9.2009 22:30
Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda. 11.9.2009 21:30
Ferguson: Tottenham getur náð meistaradeildarsæti Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hefur trú á því að Tottenham geti gert góða hluti á yfirstandandi tímabili á Englandi en liðið hefur unnið alla fjóra deildarleiki sína til þessa. 11.9.2009 20:45
McLeish styður við bakið á Burley Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010. 11.9.2009 20:00
Wade ekki tilbúinn að framlengja hjá Miami Heat Stjörnubakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat hefur staðfest að hann sé ekki lengur í viðræðum við félagið um framlengingu á núverandi samningi sínum. 11.9.2009 19:15
Adebayor: Gott að finna fyrir ást stuðningsmannanna Framherjinn Emmanuel Adebayor er búinn að vera sjóðandi heitur í upphafi keppnistímabilsins með Manchester City og skorað þrjú mörk í þremur leikjum. 11.9.2009 18:30
Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma. 11.9.2009 17:45
Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils. 11.9.2009 17:00
Logi Gunnarsson samdi við lið í frönsku C-deildinni Logi Gunnarsson gekk í dag frá eins árs samningi við franska liðið Saint Etienne en það spilar í NM1-deildinni í Frakklandi sem er þriðja hæsta deildin í landinu. Þetta kom fram á karfan.is. 11.9.2009 16:30
Þýski handboltinn á skjánum í vetur Þýski handboltinn verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í vetur eins og undanfarin ár en alls eru nítján Íslendingar í deildinni, þar af tveir þjálfarar. 11.9.2009 16:00
Tevez vill gera allt til þess að ná United-leiknum Hnémeiðsli Carlos Tevez eru það slæm að hann gæti verið frá í tvær til þrjár vikur. Tevez meiddist í tapleik argentínska landsliðsins á móti Brasilíu um síðustu helgi. 11.9.2009 15:30
Máttur Indlands trónir á toppnum Máttur Indlands, eða Force India liðið var með besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Adrian Sutil var sneggstur um brautina og hlýtur að fara um Giancarlo Fisichella sem ekur nú Ferrari. Hann var í tuttugasta sæti á æfingunni og fyrrum liðsmaður Force India. 11.9.2009 15:11
Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. 11.9.2009 15:00
Wenger: Enska landsliðið er sigurstranglegt á HM Arsene Wenger, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segir að enska landsliðið sé sigurstranglegt á HM í Suður-Afríku næsta sumar en hann er einn af mörgum sem hafa hrifist af frábærri frammistöðu enska liðsins í undankeppninni. 11.9.2009 14:30
Eiður Smári á fyrstu æfingunni með AS Monaco - myndband Eiður Smári Guðjohnsen hefur notað þessa viku til þess að komast inn í hlutina hjá franska liðinu AS Monaco. Eiður Smári fékk vegna þess frí frá landsleiknum á móti Georgíu á miðvikudaginn en hann átti mjög góðan leik í jafnteflinu á móti Noregi um síðustu helgi. 11.9.2009 14:00
Andres Iniesta: Versta sumarið mitt á ævinni Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, er að komast aftur af stað eftir að hafa glímt við erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá fótboltavellinum í meira en hundrað daga. 11.9.2009 13:30
Valur Fannar framlengir við Fylki Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. 11.9.2009 13:17
Króatinn Klasnic: Terry sló mig beint í nýrun Enski landsliðsfyrirliðinn John Terry sakaði Króatann Ivan Klasnic um að hafa hrækt á sig í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Klasnic hefur neitað þessu en um leið sakar hann Terry um að slá sig beint í nýrun en Klasnic fór í tvöfalda nýrnaígræðslu árið 2007. 11.9.2009 13:00
Barkley: Michael Jordan er besti körfuboltamaður allra tíma Michael Jordan verður í dag tekinn inn í Frægðarhöll bandaríska körfuboltans ásamt þeim John Stockton, David Robinson og þjálfurunum Jerry Sloan og Vivian Stringer. Flestir eru á því að Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma og einn af þeim er Charles Barkley. 11.9.2009 12:30
Eiður Smári í beinni á Stöð 2 Sporti í vetur Stöð 2 Sport mun sýna frá mörgum leikjum franska liðsins AS Monaco í vetur en Eiður Smári Guðjohnsen gekk nýverið til liðs við félagið. 11.9.2009 11:43
Sunderland vill ekki lengur fá Lucas Neill - heimtar of há laun Það verður ekkert af því að Lucas Neill spili með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Steve Bruce, stjóri liðsins, sagði að viðræður hafi verið í gangi á milli félagsins og hins 31 árs gamla ástralska varnarmanns. 11.9.2009 11:30
Brasilíumenn hafa gaman af vandræðum Argentínu Brasilíumenn hafa næstum því jafngaman af vandræðum argentínska landsliðsins eins og þeir hafa af velgengi síns landsliðs. Brasilíska landsliðið hefur unnið ellefu leiki í röð og tryggt sig inn á HM á meðan Argentína er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM eftir að hafa tapað 3 leikjum í röð og fjórum leikjum af síðustu fimm. 11.9.2009 11:00
Sheringham búinn að taka fótboltaskóna niður af hillunni Teddy Sheringham er ekki dauður úr öllum æðum sem fótboltamaður þó að hann sé orðinn 43 ára gamall. Sheringham setti fótboltaskónna upp á hillu fyrir sextán mánuðum en hefur nú ákveðið að taka þá niður aftur og fara að spila með Beckenham Town. 11.9.2009 10:30
Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. 11.9.2009 10:04
Engin náði Margréti Láru - varð markahæst á EM 2009 Margrét Lára Viðarsdóttir varð markahæsti leikmaður Evrópukeppni kvenna 2009 þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora í sjálfri úrslitakeppninni. Margrét Lára skoraði tólf mörk í undankeppninni og enginn leikmannanna í úrslitakeppninni í Finnlandi náði þeim markafjölda. 11.9.2009 10:00
Fisichella sló Raikkönen við á fyrstu æfingu ÍÍtalinn Giancarlo Fisichella hóf leika vel með Ferrari á heimavelli liðsins í Monza á Ítalíu í dag. Hann var 0.1 sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen, en allra fljótastur í brautinni var Lewis Hamilton á McLaren. 11.9.2009 09:48
Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður. 11.9.2009 09:30
Valdano: Ronaldo þarf tíma til að aðlagast alveg eins og Zidane Jorge Valdano, íþróttastjóri Real Madrid, segir ekkert vera breytt hjá Cristiano Ronaldo síðan að hann kom til Real Madrid frá Manchester United fyrir 94 milljónir evra. Valdano segir að Ronaldo þurfi bara tíma til þess að koma sér inn í spænska boltann. 11.9.2009 09:00
Forráðamenn AC Milan sannfærðir um að fá Beckham Flest virðist nú benda til þess að AC Milan sé líklegasti áfangastaður stórstjörnunnar David Beckham hjá LA Galaxy þegar MSL-deildin fer í frí frá nóvember og fram í mars. 10.9.2009 23:15
Franco nálægt því að ganga í raðir West Ham Samkvæmt Telegraph er enska úrvalsdeildarfélagið West Ham við það að klófesta Guillermo Franco landsliðsmann Mexíkó en framherjinn er fáanlegur á frjálsri sölu. 10.9.2009 22:30
De Rossi: Það er stuðningsmönnum Roma að kenna að Spalletti fór Miðjumaðurinn Daniele De Rossi hjá Roma og ítalska landsliðinu tjáði sig um óvænt brotthvarf knattspyrnustjórans Luciano Spalletti frá Roma eftir 2-0 sigur Ítalíu gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2010 í gærkvöld. 10.9.2009 21:45
Vignir með tvö mörk í öruggum sigri Lemgo Íslendingaliðið Lemgo hóf keppni í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld með 38-30 sigri gegn Magdeburg en staðan var 21-16 Lemgo í vil í hálfleik. 10.9.2009 21:15
Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum. 10.9.2009 21:00