„Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir var komin út til Noregs en svo kom í ljós að hún gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu. Vísir/Ívar Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í gær vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir hana en keppinautarnir voru eflaust fegnir að vera lausir við sterkustu konu Evrópu. Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló. Lyftingar Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira
Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló.
Lyftingar Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ Sjá meira