Fótbolti

Wenger: Enska landsliðið er sigurstranglegt á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal og Michel Platini, forseti UEFA.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal og Michel Platini, forseti UEFA. Mynd/AFP

Arsene Wenger, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segir að enska landsliðið sé sigurstranglegt á HM í Suður-Afríku næsta sumar en hann er einn af mörgum sem hafa hrifist af frábærri frammistöðu enska liðsins í undankeppninni.

„Enska landsliðið hefur allt til bera til að vinna HM. Þeir eru sigurstranglegir í Suður-Afríku enda mæta þeir til leiks fullir sjálfstrausts og hafa líka góðan tíma til að undirbúa sig," segir Wenger.

„Kynslóð þeirra Gerrard, Lampard, Ferdinand og Rooney er nú á toppnum og þeir hafa mjög hæfan þjálfara. Það er allt til alls til að ná mjög langt," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×