Enski boltinn

Franco nálægt því að ganga í raðir West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guillermo Franco.
Guillermo Franco. Nordic photos/AFP

Samkvæmt Telegraph er enska úrvalsdeildarfélagið West Ham við það að klófesta Guillermo Franco landsliðsmann Mexíkó en framherjinn er fáanlegur á frjálsri sölu.

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham hefur verið að leita að framherja til þess að styrkja framlínu sína og Lundúnafélagið reyndi að fá Benjani Mwaruwari frá Manchester City áður en félagaskiptaglugganum var lokað 1. september en dæmið féll upp fyrir.

Þá var West Ham einnig í viðræðum við Mark Viduka sem er líkt og Franco með lausan samning en það gekk ekki heldur upp.

Búist er við því að West Ham gangi frá samningi við Franco, sem lék síðast með Villarreal á Spáni, fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×