Fótbolti

Eiður Smári á fyrstu æfingunni með AS Monaco - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari landsliðsins. Mynd/Stefán

Eiður Smári Guðjohnsen hefur notað þessa viku til þess að komast inn í hlutina hjá franska liðinu AS Monaco. Eiður Smári fékk vegna þess frí frá landsleiknum á móti Georgíu á miðvikudaginn en hann átti mjög góðan leik í jafnteflinu á móti Noregi um síðustu helgi.

Eiður Smári samdi við AS Monaco rétt áður en hann kom til móts við landsliðið og mun því væntanlega spila sinn fyrsta leik með franska liðinu um helgina. AS Monaco mætir Paris St. Germain á sunnudaginn á heimavelli sínum.

Hér má finna myndband af Eiði Smára á æfingu með AS Monaco á La Turbie æfingasvæðinu en þar má sjá að það fer vel á með honum og nýju liðsfélögunum. Samkvæmt umsögn á heimasíðu AS Monaco þá eru þetta myndir af fyrstu æfingu okkar manns með liðinu og þarna má líka sjá hans fyrsta mark á æfingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×