Handbolti

Þýski handboltinn á skjánum í vetur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Bongarts

Þýski handboltinn verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í vetur eins og undanfarin ár en alls eru nítján Íslendingar í deildinni, þar af tveir þjálfarar.

Fyrsti leikurinn sem verður sýndur í beinni útsendingu verður viðureign Rhein-Neckar Löwen og Hamburg sem fer fram á föstudaginn næstkomandi klukkan 17.45.

Með Rhein-Neckar Löwen leika þrír fastamenn í íslenska landsliðinu - þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×