Fótbolti

Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bryan Robson.
Bryan Robson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum.

„Þrátt fyrir að viðræðurnar séu aðeins á frumstigi vonumst við til þess að sannfæra Robson um að taka verkefnið að sér," segir Worawi Makudi forseti knattspyrnusambands Tælands en yfirlýst markmið sambandsins er að landslið Tælands vinni sér þátttökurétt á HM 2014.

Robson hefur ekki þjálfað síðan hann hætti sem knattspyrnustjóri Sheffield United í febrúar árið 2008 en hann hefur einnig stýrt Middlesbrough, Bradford og WBA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×