Íslenski boltinn

Valur Fannar framlengir við Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur Fannar Gíslason í leik með Fylki.
Valur Fannar Gíslason í leik með Fylki. Mynd/Anton

Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.

Þetta kemur fram á heimasíðu Fylkis í dag. Valur Fannar er 32 ára gamall og gekk fyrst í raðir félagsins árið 2002, þá frá Fram. Hann fór svo til Vals árið 2006 en sneri aftur í raðir Fylkis ári síðar.

Valur Fannar hefur átt góðu gengi að fagna í sumar með Fylki sem hefur komið mörgum á óvart í sumar. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og hefur Valur Fannar skorað sex mörk í sextán leikjum í sumar - öll úr vítum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×