Enski boltinn

Sunderland vill ekki lengur fá Lucas Neill - heimtar of há laun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Neill er fyrirliði ástralska landsliðsins.
Lucas Neill er fyrirliði ástralska landsliðsins. Mynd/AFP

Það verður ekkert af því að Lucas Neill spili með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Steve Bruce, stjóri liðsins, sagði að viðræður hafi verið í gangi á milli félagsins og hins 31 árs gamla ástralska varnarmanns.

Lucas Neill vill víst fá 40 þúsund pund í vikulaun eða 8,3 milljónir íslenska króna sem er alltof mikið fyrir Sunderland.

„Við töluðum við leikmanninn um möguleikann á því að hann kæmi til Sunderland en það verður ekkert af því nema að kringumstæðurnar breytist," sagði Steve Bruce við staðarblaðið Sunderland Echo.

Neill hefur leikið í átta ár í ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Blackburn Rovers frá 2001 til 2007 og svo með West Ham undanfarin tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×