Enski boltinn

Sheringham búinn að taka fótboltaskóna niður af hillunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teddy Sheringham sést hér fagna einu marka sinna með Manchester United.
Teddy Sheringham sést hér fagna einu marka sinna með Manchester United. Mynd/AFP

Teddy Sheringham er ekki dauður úr öllum æðum sem fótboltamaður þó að hann sé orðinn 43 ára gamall. Sheringham setti fótboltaskónna upp á hillu fyrir sextán mánuðum en hefur nú ákveðið að taka þá niður aftur og fara að spila með Beckenham Town.

Beckenham Town er í Kent-deildinni sem er níunda deildin í enska boltanum. Sheringham mun þó væntanlega ekki leika sinn fyrsta leik fyrr en á móti Banstead Athletic í bikarnum um næstu helgi. Sheringham er engu að síður í leikmannahópnum fyrir deildarleik á móti Holmesdale á morgun.

„Þetta er frábær tími fyrir félagið og bæinn," sagði stjórnarformaðurinn Chris McCarthy eftir að Teddy Sheringham spilaði góðgerðaleik með liðinu í síðustu viku. Sá leikur kveikti greinilega í Sheringham sem á að bak mjög farsælan feril með liðum eins og Manchester United, Tottenham og West Ham United.

Sheringham lék sinn síðasta leik með Colchester United fyrir 16 mánuðum en hann hafði þó skoraði 289 mörk í 760 deildarleikjum á sínum ferli þar af 31 mark í 104 leikjum með Manchester United á árunum 1997 til 2001.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×