Enski boltinn

Króatinn Klasnic: Terry sló mig beint í nýrun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Króatínn Ivan Klasnic.
Króatínn Ivan Klasnic. Mynd/AFP

Enski landsliðsfyrirliðinn John Terry sakaði Króatann Ivan Klasnic um að hafa hrækt á sig í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Klasnic hefur neitað þessu en um leið sakar hann Terry um að slá sig beint í nýrun en Klasnic fór í tvöfalda nýrnaígræðslu árið 2007.

"Hann sló mig með hnefanum beint á staðinn þar sem ég hafði verið skorinn upp. Ég var heppinn að ég var með belti," sagði Klasnic og bætti við. "Terry er fyrsti leikmaðurinn sem reynir að slá mig viljandi í nýrun. Hann móðgaði mig fyrst og sló mig síðan. Hann kórónaði þetta síðan með því að saka mig um að hrækja á hann," sagði Klasnic.

Klasnic gekk til liðs við Bolton í sumar og það eru því einhverjir farnir að bíða spenntir eftir því að þeir Terry mætast aftur í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liðin mætast 31. október á heimavelli Bolton.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×