Fleiri fréttir

KA-menn komnir yfir

KA-menn eru komnir yfir gegn FH í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Hreinn Hringsson skoraði mark norðanmanna á 30. mínútu eftir að Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, átti afleita sendingu á vallarhelmingi Hafnfirðinga sem varð til þess að Hreinn slapp einn inn fyrir.

Liverpool með örugga forystu

Liverpool hefur tveggja marka forystu gegn Norwich á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Milan Baros og Luis Garcia skoruðu mörkin. Arsenal og Manchester United hafa einnig forystu í sínum leikjum, gegn Manchester City og Tottenham. <u>Hálfleiksstaðan:</u>

Barrichello á ráspól

Brassinn Rubens Barrichello hjá Ferrari verður á ráspól í þriðja síðasta kappakstri ársins í Formúlu 1 sem fram fer í Sjanghæ, Kína, á morgun. Kimi Raikonen er annar og Jenson Button þriðji. Heimsmeistarinn Michael Schumacher, sem haft hefur gríðarlega yfirburði á þessu tímabili, er aftur á móti síðastur, aldrei þessu vant.

FH-ingar úr leik

KA-menn komust rétt í þessu í úrslit Visa-bikarkeppninnar með óvæntum eins marks sigri á nýkrýndum Íslandsmeisturum FH. Hreinn Hringsson skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu eftir slæm mistök Heimis Guðjónssonar, fyrirliða FH.

Fyrsta tap Spurs

Leikmenn Tottenham töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er Manchester United sótti þá heim í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu skömmu fyrir hálfleik. Segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í dag en auk United unnu Arsenal, Liverpool, Chelsea og Newcastle öll leiki sína. <u />

Öruggur sigur Víkinga

Víkingsstúlkur unnu Framara í 1.deild í handknattleik í dag. Segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu en lokatölur voru 26-20.

Bolton yfir í hálfleik

Bolton Wanderes eru á mikilli siglingu í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og virðist ekkert lát vera þar á. Bolton hefur nú betur gegn Birmingham á heimavelli sínu og leið 1-0 með marki varnamannsins Jaidi á 16. mínútu, hans annað mark í jafn mörgum leikjum.

Wolfsburg á toppnum

Frábær byrjun Wolfsborg í þýsku Bundesligunni hélt áfram í dag með 2-1 heimasigri á Kaiserslautern, en liðið hefur nú unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og situr á toppnum með 15 stig.

Santini öskuillur

Jacques Santini, hinn franski þjálfari Tottenham Hotspur, er ekki par sáttur við dómarann Peter Walton sem dæmdi tapleik lærisveina hans gegn Manchester United í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark United úr vítaspyrnu undir lok fyrr hálfleiks.

Jafntefli hjá Bolton og Birmingham

Bolton og Birmingham skildu jöfn í opnum og skemmtilegum leik sem fram fór á heimavelli þeirra fyrrnefndu, Reebok stadium, í dag. Varnarmaðurinn Jaidi kom Bolton yfir á 16. mínútu en Muzzy Izzet jafnaði fyrir gestina með glæsilegu marki í upphafi síðari hálfleiks.

Helgi Valur til Svíþjóðar

Hinn 22 ára gamli miðjumaður úr Fylki, Helgi Valur Daníelsson, er á leiðinni til Svíþjóðar, til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Sundsvall.

KA sló FH út

KA-menn gerðu það sem fæstir áttu von á að þeir gæti - slógu nýkrýnda Íslandsmeistara FH út úr bikarnum í gærdag þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í undanúrslitunum.

Gaf þeim markið

Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, var að vonum verulega svekktur með lyktir leiksins og hafði þetta að segja.

Keflavík tapaði með fjórum stigum

Keflavík beið lægri hlut fyrir norska meistaraliðinu Bærum 77-73 á Norðurlandamóti félagsliða í körfuknattleik í gær. Íslands-og bikarmeistararnir voru yfir í hálfleik 30-24 en norska liðið var sterkara í síðari hálfleik. Magnús Gunnarsson skoraði 15 stig, Anthony Glover 14 og Hjörtur Harðarson 10.

Liverpool til Hollywood?

Kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, Mike Jeffries, hefur mikinn áhuga á því að eignast meirihluta í enska stórliðinu Liverpool. Jeffries íhugar, í samvinnu við lögfræðinginn Stuart Ford, tilboð í félagið upp á 100 milljónir punda.

Barcelona kjöldró Zaragoza

Barcelona kjöldró Real Zaragoza 4-1 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Barcelona sýndi frábæra knattspyrnu með Ronaldinho í banastuði.

Lyn og Brann í úrslitum

Lyn og Ólafur Örn Bjarnason og félagar í Brann leika til úrslita um norska bikarinn í knattspyrnu í byrjun nóvember. Lyn lagði Lilleström að velli 1-0 í gær.

Nedved hættur með Tékkum

Tékkneski knattspyrnumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með tékkneska landsliðinu.

Rodman, Drexler og Jordan í NBA?

Þær sögur ganga fjöllum hærra í Bandaríkjunum að þrír heimsþekktir körfuboltamenn muni leika í NBA-deildinni í vetur.

Þórey þriðja í Þýskalandi

Þórey Edda Elísdóttir varð í þriðja sæti í stangarstökks keppni í Þýskalandi í gær. Þórey stökk 4 metra og 21 sentímetra.

Singh undirstrikaði yfirburðina

Fídjeyingurinn Vijay Singh undirstrikaði í gær að hann væri besti kylfingur heims. Singh lék fyrsta hringinn á 64 höggum, átta undir pari, á móti í Pennsylvaníu í bandarísku mótaröðinni. Singh fékk sex fugla og einn örn á holunum átján.

Rooney klár í slaginn

Wayne Rooney, sóknarmaður  Manchester United, er klár í slaginn eftir meiðsli segir Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri. Rooney hefur ekkert leikið í þrettán vikur vegna meiðsla. Man Utd. mætir Tottenham um helgina og Fenerbache í meistaradeildinni á þriðjudag en sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn.

Nedved hættur með landsliðinu

Pavel Nedved er hættur með tékkneska landsliðinu í knattspyrnu. Nedved er 32 ára og ætlar að einbeita sér að því að leika fyrir Juventus. Hann lék 83 landsleiki og skoraði 17 mörk.

Fjórir leikir í handboltanum

Fjórir leikir fara fram á Íslandsmóti karla í handknattleik í kvöld. ÍBV og Stjarnan mætast í Eyjum, ÍR mætir Selfyssingum og Valur og Víkingur eigast við á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. 45 mínútum síðar hefst viðureign HK og FH í Digranesi.

McDowell með eins höggs forystu

Graeme McDowell er með eins höggs forystu á Heritage-mótinu í Evrópsku mótaröðinni en leikið er á Woburn-vellinum. Mcdowell er sjö undir pari eftir 12 holur í dag á öðrum degi. Svíinn Patrick Sjoland og Phillip Price frá Wales eru í öðru sæti.

Leeds - Sunderland í kvöld

Leeds og Sunderland mætast í kvöld í ensku 1.deildinni í knattspyrnu og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.45. Sunderland er í sjöunda sæti með 14 stig en Leeds í ellefta sæti með 12 stig.

Keane neitar

Roy Keane, fyrirliði Manchester United, neitar því að hann hafi ráðist á 16 ára gamlan dreng á golfvelli í Manchester þann 4. september síðastliðinn. Drengurinn lagði fram kæru gegn Keane, þar sem hann hélt því fram að Írinn hefði ráðist á sig, eyðilaggt hálsfesti sína og hrópað að sér ókvæðisorðum.

Milan tapaði

Óvænt úrslit urðu í 3. umferð ítölsku 1. deildarinnar í fótbolta í gærkvöldi þegar Messina sigraði Ítalíumeistara AC Milan með tveimur mörkum gegn einu í Mílanó. Messina, sem fyrir 7 árum var í áhugamannadeildinni tryggði sér sæti í serie a, ítölsku 1. deildinni, síðastliðið vor.

Kristinn dæmir í UEFA bikarnum

Kristinn Jakobsson dæmir leik hollenska liðsins Herenveen og Maccabi Haifa frá Ísrael í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu en leikurinn verður í Hollandi 30. september. Vegna verkfalls í Ísrael var leik þessara liða sem var átti í Ísrael í síðustu viku frestað.

Ólafur með 7

Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk og var markahæstur í sínu liði þegar Ciudad Real vann Altea 31-22 í annarri umferð spænska handboltans í gærkvöldi. Ciudad hefur unnið báða leikina. Einn leikur var í þýska handboltanum, Kiel vann Gummersbach 36-32. Kíel verður mótherji Hauka í meistaradeildinni í næsta mánuði.

Jóhann skorar fyrir Örgryte

Jóhann Guðmundsson skoraði eina mark Örgryte sem sigraði Hammarby á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok en Jóhann hafði fjórum mínútum áður komið inná af varamannabekknum. Gunnar Þorvaldsson lék síðasta hálftímann þegar Halmstad vann Trelleborg fjögur-núll á útivelli.

Dundee og FH í samstarf?

Skoska blaðið Daily Record greinir frá því í dag að fótboltafélagið Dundee United hafi áhuga á því að koma á samskiptum við FH. Haft er eftir Ian McCall knattspyrnustjóra Dundee United að bæði félög geti grætt á samvinnunni, með því að að senda unga og efnilega leikmenn til félaganna.

Glæsilegur árangur á Ól fatlaðra

Frammistaða íslensku keppendanna á Olympíumóti fatlaðara hefur sannarlega verið glæsileg. Kristín Rós Hákonardóttir bætti enn einum verðlaunum í safn sitt þegar hún vann gullið í 100 metra baksundi. Kristín Rós bætti eigið heimsmet í sínum flokki þegar hún synti á einni mínútu 25,56 sekúndum og sigraði örugglega

Giggs með gegn Englendingum

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur tekið út tveggja leikja keppnisbann og mun leika með Wales gegn Englendingum 9. október á Old Trafford.

MacCullogh hættur í NBA

Todd MacCulloch, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA, tilkynnti nýlega að hann væri hættur í körfuboltanum.

Keane ánægður með Ferdinand

Roy Keane hjá Manchester United er þess fullviss að liðið sé á uppleið eftir að Rio Ferdinand tók út 8 mánaða leikbann vegna skróps í lyfjaprófi.

Öruggur sigur Ólympíumeistarans

Bandaríski spretthlauparinn Maurice Greene hafði lítið að segja í hinn öfluga Justin Gatlin, sem burstaði keppni í 100 metra hlaupi í Yokohama í Japan í fyrrakvöld.

Garcia ekki gefinn fyrir seðlana

Sergio Garcia, kylfingurinn litríki frá Spáni, sýndi og sannaði að hann er ekki peningaþyrstur maður þegar kemur að golfi.

Stjúpfaðir NBA-leikmanns í klandri

Dajuan Wagner, leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA, á ekki sjö dagana sæla eftir að stjúpfaðir hans var handtekinn og ákærður fyrir fíkniefnabrot.

Willum rekinn

Stjórn KR-Sports fundaði í hádeginu í dag um málefni meistaraflokks og þjálfara liðsins. Niðurstaða þess fundar var sú að þeir hafa ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann, Willum Þór Þórsson

Butt í stað Gerrards

Sven Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu, segir að Nicky Butt muni hagnast á meiðslum Steven Gerrards, fyrirliða Liverpool. Sven Göran segir að meiðsl Gerrards séu mikið áfall fyrir landsliðið enska, en eins dauði sé annars brauð og þetta gefi Butt tækifæri til þess að sýna hvers hann er megnugur í komandi leikjum landsliðsins. 

Krístin Rós setur heimsmet

Kristín Rós Hákonardóttir setti nú rétt áðan heimsmet þegar hún sigraði í hundrað metra baksundi í sínum fötlunarflokki á Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu. Þetta eru önnur verðlaun hennar á mótinu en hún vann silfurverðlaun í gær.

Sjá næstu 50 fréttir