Sport

Ólafur með 7

Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk og var markahæstur í sínu liði þegar Ciudad Real vann Altea 31-22 í annarri umferð spænska handboltans í gærkvöldi. Ciudad hefur unnið báða leikina. Einn leikur var í þýska handboltanum, Kiel vann Gummersbach 36-32. Kíel verður mótherji Hauka í meistaradeildinni í næsta mánuði. Í danska handboltanum skoraði Ragnar Óskarsson 3 mörk í sigri Skjern á Frederecia 32-28. Gísli Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Fredericia. Einn leikur var í 1. deild kvenna hér heima, Valur vann KA/Þór 33-17. Arna Grímsdóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Val en Katrín Vilhjálmsdóttir 5 fyrir KA/Þór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×