Sport

Garcia ekki gefinn fyrir seðlana

Sergio Garcia, kylfingurinn litríki frá Spáni, sýndi og sannaði að hann er ekki peningaþyrstur maður þegar kemur að golfi. Hann ákvað að taka ekki þátt í HSBC World Match Play mótinu í Wentworth og leika í staðinn á Mallorca Classic í heimalandinu. Ein milljón punda er í boði fyrir sigurvegarann í Wentworth en á Mallorca eru aðeins 113 þúsund pund í boði fyrir fyrsta sætið. Þess má geta að Garcia er þriðji kylfingurinn sem afboðar komu sína því Tiger Woods og Phil Mickelson hættu einnig við þátttöku á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×