Sport

Nedved hættur með Tékkum

Tékkneski knattspyrnumaðurinn Pavel Nedved hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með tékkneska landsliðinu. Nedved, sem er þrjátíu og tveggja ára, segir heilsuna ekki leyfa álagið sem fylgir því að spila með Tékklandi samhliða liði Juventus. "Það er langt frá því að vera gaman að segja skilið við landsliðið," sagði Nedved. "Ég hef trú á því að mínir gömlu samherjar, sem ég hafði unun af að spila með, sem og aðdáendur, muni virða ákvörðun mína. Ég óska mínum mönnum góðs gengis í framtíðinni." Meiðsli hafa hrjáð Nedved síðan í undanúrslitaleik EM í Portúgal þar sem Tékkar voru slegnir út af Grikkjum. Nedveds verður sárt saknað í herbúðum tékkneska liðsins, sem byrjaði undankeppni HM illa með því að tapa fyrir Hollandi. Nedved lék ekki með í leiknum. Tékkar mæta Rúmenum og Armenum í byrjun október í undankeppni HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×