Sport

Willum rekinn

Stjórn KR-Sports fundaði í hádeginu í dag um málefni meistaraflokks og þjálfara liðsins. Niðurstaða þess fundar var sú að þeir hafa ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann, Willum Þór Þórsson. Willum var að klára sitt þriðja ár með KR. Hann varð Íslandsmeistari með liðið fyrstu tvö árin en liðið olli miklum vonbrigðum undir hans stjórn í sumar en liðið endaði í sjötta sæti Landsbankadeildarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×