Sport

Giggs með gegn Englendingum

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur tekið út tveggja leikja keppnisbann og mun leika með Wales gegn Englendingum 9. október á Old Trafford. Giggs varð uppvís að því að gefa mótherja sínum olnbogaskot í leik gegn Rússum á EM í Portúgal fyrr á þessu ári og missti þar af leiðandi af tveimur fyrstu leikjum Wales í undankeppni HM. Robbie Savage hefur einnig verið valinn í lið Wales en verður ekki með gegn Englendingum vegna leikbanns. Savage hefur áfrýjað dómnum en er ólíklegt að honum verði hnekkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×