Sport

Helgi Valur til Svíþjóðar

Hinn 22 ára gamli miðjumaður úr Fylki, Helgi Valur Daníelsson, er á leiðinni til Svíþjóðar, til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Sundsvall. Sænska félagið hefur fylgst með Helga í sumar og vill nú fá pilt út til nánari skoðunar. Fréttablaðið sló á þráðinn til Helga og var gott í honum hljóðið. "Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er toppklúbbur og spennandi að fá tækifæri til að spreyta sig þarna enda sænska úrvalsdeildin sterk. Maður hefur auðvitað alltaf stefnt að því að geta haft knattspyrnuna að atvinnu og vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu. Ég fer að öllum líkindum út á miðvikudaginn og verð fram á sunnudag. Þar sem ég er í námi í efnafræði við Háskóla Íslands get ég ekki verið lengur að þessu sinni. En ef þeim líst vel á mig verð ég að fresta náminu, en ég er reyndar bara rétt að byrja þar," segir Helgi en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Fylki. Sem stendur er Sundsvall, sem kemur frá Norður-Svíþjóð, í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Helgi er ekki ókunnugur atvinnumennskunni en hann lék með Peterborough í Englandi í fjögur ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×