Sport

Keane ánægður með Ferdinand

Roy Keane hjá Manchester United er þess fullviss að liðið sé á uppleið eftir að Rio Ferdinand tók út 8 mánaða leikbann vegna skróps í lyfjaprófi. Ferdinand lék sinn fyrsta leik eftir bannið gegn Liverpool á Old Trafford fyrr í vikunni og var gömlu erkifjendunum erfiður heim að sækja. "Hann er mjög vel á sig kominn líkamlega og er mikilvægur í vörn liðsins," sagði Keane og bætti við að fjarvera hans hafi valdið liðinu erfiðleikum, bæði á vellinum og hugarfarslega séð. "Núna er hann kominn aftur og þá getum við farið að spila eins og menn." Keane hefur einnig lýst aðdáun sinni á Wayne Rooney, sem gekk nýverið til liðs við United-menn. Haft var eftir Keane að Rooney væri einn af fáum knattspyrnumönnum sem hann myndi borga fyrir að sjá spila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×