Fótbolti

Annað af fórnar­lömbum Asencio fyrir­gefur honum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Raul Asencio er leikmaður Real Madrid. 
Raul Asencio er leikmaður Real Madrid.  Pedro Salado/Getty Images

Annað af tveimur fórnarlömbum Raúl Asencio, leikmanns Real Madrid sem er ákærður fyrir kynferðisbrot, hefur fyrirgefið honum eftir að hann gekkst við brotinu og dregið ákæruna til baka.

„Ég tek afsökunarbeiðnina gilda og dreg ákæruna sjálfviljug til baka. Asencio er fyrirgefið og ég vil ekki að honum verði refsað frekar“ segir í yfirlýsingu fórnarlambsins en spænski miðillinn Marca greinir frá.

Asencio hafði áður viðurkennt mistök og beðist fyrirgefningar en hann er ásakaður um að hafa tekið þátt í að dreifa kynferðislegu myndbandi sem var tekið upp í leyfisleyfi af tveimur konum, sextán og átján ára. Þrír liðsfélagar Asencio úr unglingaliði Real Madrid eiga að hafa tekið myndbandið upp.

Hin konan, sú sextán ára gamla, hefur ekki dregið ákæru sína til baka og Asencio er því ekki laus allra mála en hann hefur nú þegar verið sýknaður af ákæru um að hafa tekið myndbandið upp og er aðeins ásakaður um að hafa dreift því eftir á.

Leikmennirnir þrír úr ungmennaliðinu fóru allir frá Real Madrid síðasta sumar. Ruiz fór til Girona og spilar með liðinu í úrvalsdeildinni. Martin og Rodriguez spila með liðum í þriðju deild Spánar.

Asencio er hins vegar enn leikmaður Real Madrid og hefur verið í leikmannahópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×