Sport

Milan tapaði

Óvænt úrslit urðu í 3. umferð ítölsku 1. deildarinnar í fótbolta í gærkvöldi þegar Messina sigraði Ítalíumeistara AC Milan með tveimur mörkum gegn einu í Mílanó. Messina, sem fyrir 7 árum var í áhugamannadeildinni tryggði sér sæti í serie A, ítölsku 1. deildinni, síðastliðið vor. Um síðustu helgi sigraði Messina lið Róma 4-3. Messina er í þriðja sæti deildarinnar á eftir Juventus og Lazio. Juvents vann Sampdoria á útivelli 3-0 með mörkum Alessandro Del Piero, Zlatan Ibrahimovic og David Trezeguet. Juventus er með 9 stig í deildinni, Lazio og Messina eru í öðru og þriðja sæti með 7 stig. Lazio vann Brescia 2-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×