Sport

Dundee og FH í samstarf?

Skoska blaðið Daily Record greinir frá því í dag að fótboltafélagið Dundee United hafi áhuga á því að koma á samskiptum við FH. Haft er eftir Ian McCall knattspyrnustjóra Dundee United að bæði félög geti grætt á samvinnunni, með því að að senda unga og efnilega leikmenn til félaganna. Í greininni í skoska blaðinu er vitnað til vináttu McCall og Leifs Garðarssonar aðstoðarþjálfara FH frá þeim tíma þegar knattspyrnustjóri Dundee United lék með FH. Leifur sagði í samtali við íþróttadeild í morgun að þetta væri allt á frumstigi, McCall hefði viðrað ýmsar hugmyndir en engin ákvörðun hefði verið tekin með framhaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×