Sport

Santini öskuillur

Jacques Santini, hinn franski þjálfari Tottenham Hotspur, er ekki par sáttur við dómarann Peter Walton sem dæmdi tapleik lærisveina hans gegn Manchester United í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark United úr vítaspyrnu undir lok fyrr hálfleiks. Santini var ekki ánægður með að sjá Walton bregða fyrir í búningsherbergi United í hálfleik. "Þetta var mjög slæm ákvörðun hjá dómaranum", sagði Santini og hélt áfram: "Þegar ég er með leikmönnum mínum og aðstoðarmönnum og við sjáum dómarann í búningsherberginu í hálfleik, búningsherbergi Manchester United, brosandi með leikmönnum Manchester United og starfsliði þeirra, þá ég skil ekki slíkt". Óhætt er að Frakkinn hafi nokkuð til síns máls ef satt reynist en Tottenham tapaði þarna sínum fyrsta leik á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×