Sport

Barcelona kjöldró Zaragoza

Barcelona kjöldró Real Zaragoza 4-1 í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Barcelona sýndi frábæra knattspyrnu með Ronaldinho í banastuði. David Villa náði forystunni fyrir Zaragosa á 14. mínútu. Samuel Eto skoraði tvívegis fyrir Börsunga og kom þeim yfir. Xavi skoraði þriðja markið og Giovanni Bronckhorst það fjórða. Barcelona er með tíu stig í öðru sæti en Valencia er á toppnum með betri markatölu. Barcelona verður í beinni útsendingu á Sýn á sunnudag gegn Mallorka. Á morgun er leikur Athletico Bilbao og Real Madrid í beinni á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×