Sport

Öruggur sigur Ólympíumeistarans

Bandaríski spretthlauparinn Maurice Greene hafði lítið að segja í hinn öfluga Justin Gatlin, sem burstaði keppni í 100 metra hlaupi í Yokohama í Japan í fyrrakvöld. Greene var uppvís af þjófstarti og endaði í fimmta sæti í hlaupinu. Gatlin, sem er núverandi Ólympíumeistari, sigraði með yfirburðum á 9,97 sekúndum en Leonard Scott var í öðru sæti á 10, 13. Þriðji var heimamaðurinn Nobuharu Asahara hreppti þriðja sætið á 10,2 sekúndum. Gatlin var hæstánægður eftir hlaupið og var sem fyrr með skemmtilegar staðhæfingar. "Ég virðist vera sá besti í dag og hlakka til að koma hingað á næsta ári," sagði Gatlin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×