Sport

Liverpool til Hollywood?

Kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, Mike Jeffries, hefur mikinn áhuga á því að eignast meirihluta í enska stórliðinu Liverpool. Jeffries íhugar, í samvinnu við lögfræðinginn Stuart Ford, tilboð í félagið upp á 100 milljónir punda. Jeffries er fæddur í Liverpool og hefur vegnað vel í kvikmyndabransanum. Taílendingar hafa reynt að eignast Liverpool á undanförum mánuðum án árangurs. Mike Jeffries sagði við Financial Times í gær að hann vildi leggja sitt af mörkum til að gera Liverpool að sigursælasta félagi heims á nýjan leik. Jeffries hefur ekki sett nein tímamörk á hugsanlegu tilboði en sagði að félagið þyrfti að hafa hraðar hendur til þess að geta nýtt sér leikmannamarkaðinn sem opnast á nýjan leik í janúar á næsta ári. Moores-fjölskyldan á meirihlutann í Liverpool en Jeffries sagði að þeir vildu hafa David Moores áfram sem stjórnarformann í félaginu. Efasemdir eru um það hjá Liverpool að þetta tilboð geti gengið upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×