Sport

Keflavík tapaði með fjórum stigum

Keflavík beið lægri hlut fyrir norska meistaraliðinu Bærum 77-73 á Norðurlandamóti félagsliða í körfuknattleik í gær. Íslands-og bikarmeistararnir voru yfir í hálfleik 30-24 en norska liðið var sterkara í síðari hálfleik. Magnús Gunnarsson skoraði 15 stig, Anthony Glover 14 og Hjörtur Harðarson 10. Finnska meistaraliðið Kouvot mætir Keflvíkingum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Finnarnir unnu Norrkjöping Dolphins í gær með miklum yfirburðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×