Sport

Glæsilegur árangur á Ól fatlaðra

Frammistaða íslensku keppendanna á Olympíumóti fatlaðara hefur sannarlega verið glæsileg. Kristín Rós Hákonardóttir bætti enn einum verðlaunum í safn sitt þegar hún vann gullið í 100 metra baksundi. Kristín Rós bætti eigið heimsmet í sínum flokki þegar hún synti á einni mínútu 25,56 sekúndum og sigraði örugglega, varð tæpum 4 sekúndum á undan þýskri stúlku sem varð önnur. Jón Oddur Halldórsson vann silfrið í sínum flokki í 100 metra hlaupi, Jón Oddur kom í mark á 13,36 sekúndum og varð þriðjungi úr sekúndu á eftir Suður Afrískum hlaupara sem sigraði. Íslendingar eru í 39. sæti á verðlaunalistanum með ein gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Kínverjar hafa unnið flest verðlaun á mótinu, 70 alls. Kínverjar hafa sigrað í 25 greinum, unnið silfrið í 24 og bronsið í 21 grein. Bretar og Ástralar eru í öðu og þriðja sæti á lista þeirra þjóða sem unnið hafa flest verðlaun. Alls hafa 62 þjóðir unnið verðlaun í Aþenu. Keppt er um 525 gullverðlaun á Olympíumótinu þar af er keppt um 167 gullverðlaun í sundinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×