Sport

Jafntefli hjá Bolton og Birmingham

Bolton og Birmingham skildu jöfn í opnum og skemmtilegum leik sem fram fór á heimavelli þeirra fyrrnefndu, Reebok stadium, í dag. Varnarmaðurinn Jaidi kom Bolton yfir á 16. mínútu en Muzzy Izzet jafnaði fyrir gestina með glæsilegu marki í upphafi síðari hálfleiks, hans fyrsta mark fyrir Birmingham. Emily Heskey fékk dauðafæri í blálokin en honum brást bogalistin, eins og stundum áður. Bolton er í fjórða sæti með 12 stig en Birmingham hefur ekki byrjað eins vek þrátt fyrir mikla liðsstyrkingu, er í 15. sæti með 6 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×