Fleiri fréttir

Ofbeldi landtökumanna hefur aukist

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hefur átökum ísraelskra landtökumanna við Palestínumenn fjölgað ár frá ári.

Dönskum ferðamanni nauðgað á Indlandi

Danskri konu sem var á ferðalagi um Nýju Delí á Indlandi var nauðgað af hópi karlmanna í gær og öll verðmæti tekin af henni. AFP fréttastofan greinir frá málinu en konan hafði verið í hópi samferðamanna þegar hún varð viðskila við hann.

Tvær særðust í átökum í Bangkok

Tveir særðust í skotárás í Bangkok höfuðborg Tælands í nótt þar sem mótmælendur ríkisstjórnarinnar hafa lokað helstu byggingum og umferðaræðum.

Kosningar í Egyptalandi halda áfram í dag

Kjörstaðir opnuðu í Egyptalandi í morgun annan daginn í röð en þar í landi kjósa menn nú um nýja stjórnarskrá. Hún myndi fella alfarið úr gildi stjórnarskrá sem samþykkt var á meðan Mohammed Morsi var enn í embætti forseta, en herinn steypti honum af stóli í júlí í fyrra.

Kosningarnar í Egyptalandi: „Þetta eru bara draumórar“

Gríðarlegur viðbúnaður er í Egyptalandi vegna kosninga um nýja stjórnarskrá og fimm hafa látið lífið. Jákvæð niðurstaða myndi auðvelda yfirmanni hersins forsetaframboð en formaður Félags múslima á Íslandi segir um draumóra að ræða.

Um hvað er kosið í Egyptalandi?

Dregið verður úr möguleikum íslamista til að hafa áhrif á stjórn landsins, en staða hersins styrkt í nýrri stjórnarskrá.

Lentu á röngum flugvelli

„Afsakið, herrar mínir og frúr. Við erum lent á röngum flugvelli,“ heyrðist í hátalarakerfi flugvélar Southwest Airlines með 124 farþega innanborðs.

Bangkok í herkví mótmælenda

Mótmælendur í Tælandi voru fjölmennir á götum höfuðborgarinnar Bangkok í morgun, annan daginn í röð en þeir hafa heitið því að lama alla starfsemi í borginni.

Umdeildur leiðtogi borinn til grafar

Ísraelar minntust Aríels Sharons sem mikilfenglegs stjórnmálaleiðtoga, en Palestínumenn rifjuðu upp fjöldamorð og stríðsglæpi.

Trierweiler enn á spítala

Kærasta Francois Hollande frakklandsforseta, verður áfram á spítala þar sem hún var lögð inn fyrir skemmstu eftir að fréttir af meintu framhjáhaldi forsetans rötuðu í fjölmiðla

Mænusótt útrýmt í Indlandi með öflugu bólusetningarátaki

Indverjar fagna því í dag að þrjú ár eru liðin frá því að mænusótt greindist þar síðast. Ef fram fer sem horfir verður Indland, í mars næstkomandi, formlega sett í hóp þeirra landa þar sem mænusótt hefur verið útrýmt.

Vilja handtaka þrjá vegna hvarfs Madeleine

Breska lögreglan hefur sent starfsbræðrum sínum í Portúgal formlega beiðni um að þrír menn verði handteknir í tengslum við hvarf Madeleine McCann. Madeleine hvarf úr hótelherbergi foreldra sinna á Algarve í Portúgal árið 2007, þá þriggja ára að aldri.

Rodman biðst afsökunar

Segist ekki hafa haft neinn möguleika á að koma Bandaríkjamanni, sem er í haldi Norður-Kóreustjórnar, til hjálpar.

Vilja afnema guðlast úr hegningarlögum

Meirihluti danskra þingmanna er tilbúinn til þess að slá út úr lögum bann gegn guðlasti. Ekki hefur verið dæmt eftir lögunum frá árinu 1946.

Störfum fjölgaði ekki mikið

Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði ekki jafn mikið í desember og búist var við. Um 74 þúsund störf bættust við í mánuðinum.

Fjórir taldir af eftir flugslys

Lítil þota brotlenti í námunda við flugvöll í Þýskalandi í gær. Talið er að fjórir farþegar hafi látist í slysinu.

Furða sig á fréttum um framhjáhald

Frakkar virðast ekki gefa mikið fyrir frásagnir um meint ástarsamband forseta landsins, Francois Hollande, og leikkonunnar Julie Gayet. Flestir taka undir með forsetanum, sem segist eiga rétt á sínu einkalífi.

Ariel Sharon látinn

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, er látinn, áttatíu og fimm ára að aldri.

Skora á forsetann að sleppa pólitískum föngum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Salva Kiir, forseta Suður Súdans, að hann sleppi pólitískum föngum úr haldi til þess að liðka fyrir friðarviðræðum í landinu.

Kynna breytingar á NSA

Barack Obama forseti Bandaríkjanna hyggst kynna breytingar á starfsemi Þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, á föstudaginn í næstu viku að því er fram kemur í Wall Street Journal.

Sjá næstu 50 fréttir