Erlent

Bandarískir hermenn skutu fögurra ára barn til bana

Elimar Hauksson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/afp
Mikil reiði ríkir nú í Afganistan eftir að bandarískir hermenn skutu fjögurra ára dreng til bana í Helmand héraði í Afganistan á föstudag. Frá þessu greinir á vef Telegraph.

Yfirmenn í bandaríska hernum hafa reynt að réttlæta atvikið og sagt að mikið sandfok hafi verið á staðnum og því hafi hermennirnir ekki séð nægilega vel og fyrir mistök talið barnið vera óvin.

NATO hefur lýst því yfir að þeir muni rannsaka aðgerðina en forseti Afganistan, Hamid Karzai, hefur fordæmt atvikið og sagði að afgönsk stjórnvöld hafi ítrekað mótmælt aðgerðum bandaríska hersins gegn óbreyttum borgurum. Hann hefur krafist þess að bandaríski herinn hætti öllum hernaðaraðgerðum án aðkomu afganskra yfirvalda á afgönsku yfirráðasvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×