Erlent

Lentu á röngum flugvelli

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.
Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Vísir/AP
„Afsakið, herrar mínir og frúr. Við erum lent á röngum flugvelli.“ Þetta ómaði í hátalarakerfi einnar flugvélar Southwest Airlines í Bandaríkjunum, með 124 farþega innanborðs á sunnudagskvöld. Flugmennirnir höfðu lent vélinni á flugvellinum í Taney County í Missouri, en áttu að vera á Branson flugvellinum sem er 10 kílómetrum norðaustur af hinum litla flugvelli í Taney County. Farþegarnir voru fastir í vélinni í um tvo klukkutíma áður en þeir gátu komist sinna leiða. Vélinni var haldið á Taney County flugvellinum í sólarhring til rannsókna.

Flugvöllurinn í Taney County er talsvert minni og flugbrautin mun styttri en á Branson vellinum og var þurftu flugmennirnir að vera snarir í snúningum við lendingu þurftu að nauðhemla. Þeim tókst að stoppa vélina um 100 metrum frá enda flugbrautarinnar. Hefði vélin farið útaf brautinni hefði hún lent í talsverðum halla niður á við.

Atvikið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og hafa flugmennirnir báðir verið sendir í tímabundið leyfi á meðan rannsókn fer fram. Flugstjórinn hefur unnið hjá Southwest Airlines í 12 ár og flugmaðurinn í um áratug. 

Hér að neðan má sjá frétt CNN um málið:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×