Erlent

13 ára árásarmaður í skotárás í grunnskóla

Elimar Hauksson skrifar
Skotárás átti sér stað í unglingadeild Berrendo grunnskólans í Roswell í Nýju-Mexíkó í dag.

14 ára drengur og 13 ára stúlka liggja þungt haldin á spítala eftir árásina. Daily news greinir frá þessu.

Lögregluyfirvöld í Roswell í Nýju-Mexíkó segja að árásarmaðurinn, 13 ára piltur, hafi verið yfirbugaður af lögreglu en vitni segja að 14 ára drengurinn virðist hafa verið skotmarkið í árásinni. Árásin átti sér stað við íþróttamiðstöð skólans en börnin voru á leið í tíma þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×