Erlent

Kosningar í Egyptalandi halda áfram í dag

Vísir/AP
Kjörstaðir opnuðu í Egyptalandi í morgun annan daginn í röð en þar í landi kjósa menn nú um nýja stjórnarskrá. Hún myndi fella alfarið úr gildi stjórnarskrá sem samþykkt var á meðan Mohammed Morsi var enn í embætti forseta, en herinn steypti honum af stóli í júlí í fyrra.

Síðan þá hefur flokkur hans, Múslimska Bræðralagið verið bannaður, og margir forystumanna hnepptir í varðhald. Bræðralagið hefur hvatt stuðningsmenn sína til þess að sniðganga kosningarnar og til átaka kom í gær þar sem sjö létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×