Erlent

Ariel Sharon látinn

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, er látinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Sharon lést á Sheba heilbrigðisstofnuninni, skammt frá Tel Aviv í Ísrael en hann hafði verið í dái í átta ár, frá árinu 2006.

Sharon var herforingi í ísraelska hernum áður en hann varð forsætisráðherra Ísraels frá 2001 til 2006. Hann var um árabil einn áhrifamesti stjórnmálamaður í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×